Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Logi Geirsson gaf sér mótorhjólaferð í fertugsafmælisgjöf: „Fer alla leið… það er eina leiðin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Logi Eldon Geirsson er afmælisbarn dagsins en hann er fertugur í dag og fagnar því stórafmæli.

Logi var einn besti handknattleiksmaður Íslands áður en hann hætti vegna þrálátra axlameiðsla en með landsliðinu vann hann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Pekíng 2008 og bronsverðlaun á Evrópumótinu í Austurríki 2010. Síðan hann lagði skóna á hilluna hefur hann verið með fjarþjálfun og einnig komið fram sem handboltasérfræðingur í sjónvarpinu.

Mannlíf spurði Loga hvort og þá hvernig hann hyggðist halda upp á stórafmælið og ekki stóð á svörum:

„Já, gera með glaðan dag með krökkunum mínum tveimur. Fara í óvissuferð með þeim sem endar á Hótel Keflavík sem er að mínu mati glæsilegasta hótel landsins. Mæli með því að fólk prófi að heimsækja það þó ekki væri nema prófa að borða þarna.“

Bætti Logi því við að hann hefði gefið sér mótorhjólaferð í fertugsgjöf. „Ég gaf mér í fertugsafmælisgjöf að fara á mótorhjólinu mínu frá Grundarfirði þar sem ég er með sumarhúsið mitt og keyra til Afríku. Árið 2019 prófaði ég að keyra frá Hamburg til Malaga og það er eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef gert. Núna lengi ég ferðina, þræði Frakkland og Portúgal og fer alla leið… það er eina leiðin.“

Þetta er ferðin sem Logi fór 2019.

Logi er annars með nóg á prjónunum á næstunni: „Ég er bara á fullu með FjarForm fjarþjálfun og ég er að vinna í sjónvarpinu bæði með Olísdeildina og svo á Rúv með landsliðið sem er að hefja undirbúning fyrir heimsmeistaramótið. Það gæti komið medalía núna í janúar. Það er bara spurning um litinn á henni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -