Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Mikilvæg skilaboð Elmu eftir skemmtun á B5: „Augun voru alltaf að rúlla aftur á bak“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Twitter í dag má finna mikilvæga færslu Elmu um byrlanir. Færsluna skrifar hún sem aðstandandi stúlku sem lenti í því að vera byrlað ólyfjan á skemmtistað.

Elma segir frá því að vinkonurnar hafi verið að skemmta sér á B5, sem nú heitir reyndar Bankastræti Club, þegar atvikið varð.

„Ég sem ung stelpa vissi ekkert hvernig ég ætti að hjálpa henni,“ segir Elma.

Elma vill, í ljósi reynslu sinnar, að annað ungt fólk geri sér grein fyrir þeim einkennum sem fylgja byrlun svokallaðra „nauðgunarlyfja“ og hvað sé best að gera ef slíkar aðstæður koma upp.

Elma segir að um það bil hálftíma eftir að vinkona hennar hafi drukkið skotið með efninu í hafi hún orðið mjög völt og litið út fyrir að vera orðin verulega ölvuð.

„Hún var við það að sofna og gat varla haldið sér standandi. Augun voru alltaf að rúlla aftur á bak og hún átti erfitt með að halda athygli á mér og annarri viðstaddri vinkonu.

- Auglýsing -

Hún fann fyrir mikilli ógleði og vissi alls ekki hvað var að koma fyrir sig.

Við vissum að hún væri ekki orðin svona full og áttuðum okkur sem betur fer fljótt á aðstæðum.“

Elma segir að þær hafi farið með vinkonu sína á bráðamóttökuna, en þar hafi lítið verið að gert og stúlkunni einfaldlega bent á að fara heim og sofa úr sér.

- Auglýsing -

„Það voru engin test tekin til að finna út hvaða efni var notað og við vitum það ekki ennþá,“ segir Elma.

Elma tekur fram að sá sem byrlaði lyfi út í drykk vinkonu hennar hafi ekki verið ókunnugur maður, heldur kunningi.

„Okkur er alltaf sagt að taka ekki drykki frá ókunnugu fólki en í þessum aðstæðum var það ekki málið.

Ef þið ætlið að þiggja drykki frá einstakling, plís farið með þeim upp að barnum og takið sjálf við drykknum frá barþjóninum.“

Elma biðlar til fólks að skilja vini sína og vinkonur aldrei eftir ein.

„Ef þið sjáið mjög snögga breytingu á hegðun, takið einstaklinginn inn á bað og tékkið hvort einhver af ofantöldum einkennum séu til staðar.

Ef svo er, fáið hjálp frá dyraverði að fylgja ykkur út og komið ykkur heim eða á slysó,“ segir Elma að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -