Laugardagur 5. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Minnist vinkonu sinnar sem féll fyrir eigin hendi: „Ég trúi því að þögnin geri vitorðsmenn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn Valerio Gargiulo minnist vinkonu sinnar sem tók sitt eigið líf, á fallegan hátt á Facebook. Skrifaði hann í raun hugvekju um sjálfsvíg.

Valerio Gargiulo er ítalsk-íslenskur rithöfundur sem heldur úti Facebook-síðu þar sem hann skrifar færslur um efni sem hafa jákvæða merkingu, eða fréttir sem hvetja lesendur til að lifa vel. Í nýlegri færslu skrifar hann hugvekju um sjálfsvíg og minnist í leiðinni vinkonu sinnar, Selenu sem féll fyrir eigin hendi fyrir mörgum árum. Valerio gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta færsluna:

„Á síðasta ári hef ég heyrt um marga á Íslandi sem hafa framið eða reynt að fremja sjálfsvíg. Bræður vina. Börn vina. Frændur vina. Vinir vina. Ég velti því fyrir mér hvort nóg sé gert til að hjálpa þessu fólki sem á í erfiðleikum með lífið.

Ég trúi því að þögnin geri vitorðsmenn. Ég tel að meira þurfi að gera. Svo mörg dauðsföll, en engin áþreifanleg lausn. Þessu fólki þyrfti að hjálpa.

Stundum les ég fréttir sem vekja athygli á aukavandamálum. Sjálfsvíg eru alvarleg vandamál sem þarf að taka á vandlega.

Við veltum fyrir okkur hvers vegna það eru svona mikil óþægindi í lífinu? Ætli það sé ekki bara loftslagið og dimmir vetrarmánuðir. Undanfarin ár á Íslandi hefur loftslagið ekki verið eins kalt og áður.

Ég tel að það sé of mikið afskiptaleysi í þessu málum. Að tala ekki um það er engin lausn. Það verður að hlusta á fólk, hvetja, hlúa að, fylgja, vernda. Ég held að fjölskyldur einar og sér geti ekki hjálpað ástvinum sínum. Mjög oft eru fjölskyldur þjakaðar af sektarkennd og velta því fyrir sér hvort þær hafi ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvígið. Það er mikilvægt að sætta sig við þá staðreynd að þú getur ekki tekið ábyrgð á lífi annars fullorðins manns.
Enginn fremur sjálfsmorð vegna þess að hann vilji deyja. Þetta fólk vill stöðva sársaukann. Þegar fólk fremur sjálfsmorð lamast hugsun þess, lausnir við meinum virðast fáar eða engar. Hugarástand þeirra er örvæntingarfullt og örvæntingin gegnsýrir alla andlega hæfileika þeirra.
Fyrir mörgum árum framdi kær vinur sjálfsmorð. Vinkona mín var falleg stelpa. Hún hét Serena og er stúlkan á myndinni. Nokkrum mánuðum fyrir sjálfsvíg hennar hittumst hún, ég og fleiri vinir til endurfundar. Hún virtist glöð í mínum augum. Samt stökk Serena af svölunum heima hjá sér. Þegar ég frétti dauða hennar var ég að vinna á skemmtiferðaskipi sem skemmtikraftur fyrir börn og ég var í Karíbahafinu. Ég gat ekki verið við jarðarför hennar. Ég mun alltaf minnast yndislegrar vinkonu minnar Serenu.“

Serena lést langt fyrir aldur fram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -