Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

„Mun fleiri en lögreglustjórinn þurfa að svara fyrir framgöngu sína í þessu sturlaða máli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fréttamaðurinn Helgi Seljan segir á Facebook ljóst að nauðsynlegt að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni þurfa að svara fyrir framgöngu sína í Samherja-málinu. Hann deilir pistli Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, sem fullyrðir að lögreglan gangi erinda hinna valdamiklu.

Helgi nefnir tvö atriði sem orka tvímælis.

„-Blaðamennirnir eru ekki og hafa ekki verið grunaðir um símaþjófnað eða byrlun. Ekkert styður fyllyrðingar um að yfirhöfuð hafi verið eitrað fyrir manninum. Það er líka rangt að játning á slíkri byrlun liggi fyrir.
-Skipstjórinn vísaði á Jón Óttar samstarfsmann sinn spurður hver hefði líklega stolið símanum, fyrst þegar hann tilkynnti símaþjófnað sinn. Lögregla sinnti þeirri vísbendingu aldrei.“

Helgi segir þetta einungis tvo dæmi og heldur áfram: „Það eitt að lögregla hafi reynt að halda frá blaðamönnunum upplýsingum um hið sérkennilega fundasamband þessa skipstjóra við lögreglustjórann um málið, ætti að vera nóg til þess að farið yrði í saumana á þessu embætti. Þegar svo allt hitt bætist við er eiginlega ljóst að mun fleiri en lögreglustjórinn þurfa að svara fyrir framgöngu sína í þessu sturlaða máli.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -