Fimmtudagur 16. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Neitar að tjá sig um meint einelti Söru Lindar: „Forvitinn um þessar nornaveiðar sem eru í gangi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsmenn Ríkiskaupa kvörtuðu til þáverandi forstjóra Ríkiskaupa vegna eineltis Söru Lindar Guðbergsdóttur og tveggja karlkyns lögfræðinga, gagnvart fjórða lögfræðingnum.

Samkvæmt heimildum Mannlífs leituðu starfsmenn Ríkiskaupa til Björgvins Víkingssonar, þáverandi forstjóra Ríkiskaupa, vegna eineltis sem þeir töldu sig verða vitni að gagnvart lögfræðingi á lögfræðisviði stofnunarinnar. Sara Lind Guðgeirsdóttir, sem seinna tók við af Björgvini, og tveir nýútskrifaðir lögfræðingar, voru sögð leggja þann fjórða í einelti en sá lögfræðingur var með mun meiri reynslu en hinir á sviðinu. Meintur þolandi eineltisins kvartaði hins vegar, samkvæmt heimildum Mannlífs, ekki undan einelti, heldur óeðlilegri hegðun.

Samkvæmt heimildarmönnum Mannlífs fór meint einelti eða meint óeðlileg hegðun gagnvart lögmanninum, ekki framhjá neinum á stofnuninni. Samkvæmt þeim var honum haldið utan við málefni lögfræðisviðsins. Þá hafi Sara Lind og hinir tveir lögfræðingar sviðsins, iðulega farið þrjú saman í mat, þrjú í kaffi og hafi oft sent fyndin skilaboð á milli sín í símunum, hvíslað sína á milli og hlegið saman. Þegar meintur þolandi hafi spurt hvort hann hefði misst af einhverju skemmtilegu, hafi svarið alltaf verið það að Sara hefði bara verið að senda hinum tveimur eitthvað sem skipti engu máli. Um hafi verið að ræða „fullkomin félagsleg útskúfun,“ eins og einn heimildarmanna Mannlífs orðaði það. Þá hafi þríeykið einnig haldið lögfræðingnum utan við verkefni og gert lítið úr honum faglega.

Einn heimildarmanna Mannlífs, sem ekki vildi koma fram undir nafni, sagðist hafa orðið vitni að „ljótri hegðun“ gagnvart hinum meinta þolanda. „Þetta var bara mjög, mjög illa gert. Þarna var vegið að heilindum mjög hæfrar manneskju. Bara mjög barnalegir skólaeineltis tilburðir. Það var ítrekað gert lítið úr hennar starfi.“

Heimildir Mannlífs herma að meintur þolandi hafi að lokum bugast undan hegðun þríeykisins en hafi þá verið boðið af Söru, að halda utan um ýmis hliðarverkefni, sem lutu að því að halda henni fjarri lögfræðiteyminu.

Eins og áður segir kvartaði meintur þolandi ekki undan einelti við Björgvin Víkingsson, þáverandi forstjóra Ríkiskaupa, heldur undan óeðlilegri hegðun gagnvart sér. Haldnir voru fundir og málin rædd en lögfræðingurinn hafi að lokum fært sig til í starfi innan stofnunarinnar. Þann 8. september var lögfræðingurinn einn af fjórum starfsmönnum sem sagt var upp hjá Ríkiskaupum en Mannlíf sagði frá því fyrst miðla.

- Auglýsing -

Mannlíf ræddi við Björgvin Víkingsson, fyrrverandi forstjóra Ríkiskaupa og spurði hann hvort eineltismál hefðu komið á borð hans, frá starfsmönnum stofnunarinnar en hann taldi ekki rétt að ræða starfsmannamálin opinberlega. „Ég er samt svo forvitinn um þetta witch hunt (ísl. nornaveiðar) sem er í gangi. Þetta er svo áhugavert og ég skil ekki hvaðan það kemur. Og á Söru sérstaklega, þetta er svo áhugavert. Mér finnst þetta skrítnar pælingar.“

Þegar blaðamaður Mannlífs svaraði því til að fjölmiðillinn væri einungis að eltast við ábendingar sem hafi borist svaraði Björgvin: „Já, já. Það er alveg í góðu lagi.“

Ekki náðist í Söru við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -