Föstudagur 13. september, 2024
11.8 C
Reykjavik

Barn á ofsahraða stöðvað af lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglumenn hugðust hafa afskipti af ökumanni bifreiðar eftir að hafa séð hann aka gegn rauðu ljósi í Árbænum seinni part gærdagsins. Upp hófst svæsin eftirför þar sem ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og þvert á tilmælin jók hraðann til að reyna að komast undan. Bifreiðinni var ekið á allt að 150 km/klst á akbraut þar sem hámarkshraði er einungis 60 km/klst miðað við bestu aðstæður en mikil hálka var á vettvangi. För hans var stöðvuð með því að lögreglan ók í veg fyrir hann við gott tækifæri og stöðvaði hann áður en að til áreksturs kom. Ökumaðurinn reyndist vera 16 ára gamall og eðli málsins samkvæmt því ekki með ökuréttindi. 17 ára farþegi í bifreiðinni hafði einnig ekki öðlast ökuréttindi. Ökumaðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð enda grunaður um fjöldann allan af umferðarlagabrotum. Forráðamaður var kallaður til sem kom og vitjaði barnsins. Mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki miðað við vítaverðan akstur ökumannsins.

Lögreglan sinnti hefðbundnu umferðalagaeftirliti og var talsvert um hraðakstur á stofnbrautum. Eitt umferðaslys varð í póstnúmeri 108 þar sem tvær bifreiðar skemmdust auk girðingar á milli akbrauta.

Líkt og í gærmorgun er færðin á höfuðborgarsvæðinu ekki góð og því full ástæða fyrir ökumenn til að sýna tillitssemi og varúð í morgunumferðinni.

Tilkynning barst lögreglu um æstan aðila í verslun í Breiðholtinu. Lögreglumenn mættu og ræddu við hann og honum ekið þangað sem hann þurfti að komast.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -