Þriðjudagur 5. desember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur: „Þessi viðbjóðslega hræsni er mér óskiljanleg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rebekka Guðleifsdóttir skrifaði Katrínu Jakobsdóttur opið bréf um ástandi á Gaza.

Rebekka Guðleifsdóttir
Ljósmynd: Rebekka Guðleifsdóttir. Myndin hefur verið klippt til.

Ljósmyndarinn Rebekka Guðleifsdóttir birti í dag á Facebook, opið bréf sem hún sendi forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur. Í bréfinu talar hún um þann tvískinnungshátt Vesturveldanna, sem standa þétt við bakið á Úkraínu, gegn innrásarher Rússlands en styðja svo árásir Ísrael á Palestínumenn. „Þessi viðbjóðslega hræsni er mér óskiljanleg. Það að Íslensk stjórnvöld fordæmi ekki þennan viðbjóð, er mér óskiljanlegt,“ er meðal þess sem Rebekka skrifar til Katrínar.

Opna bréfið má lesa í heild sinni hér:

„Á þessum fallega mánudegi, hér á forréttinda eyjunni Íslandi, sit ég heima í notalegu litlu íbúðinni minni og óska þess heitar en allt að ég geti verið glöð. Stormur síðustu daga genginn yfir og ég hef þak yfir höfuðið, mat í ísskapnum mínum og hlý kisa kúrir við fætur mína. Ég er á örorkubótum en ég er mjög rík samt sem áður, því ég er frjals kona og hef öll þægindi sem þykja sjálfsögð í hinum vestræna heimi.

Það er bara ekki nokkur möguleiki fyrir manneskju sem gædd er bæði réttlætis- og samkennd, að vera annað en miður sín vegna þess sem er að eiga sér stað í Palestínu akkúrat núna.
Rétt í þessu var ég að horfa á myndband af Palestinskum dreng, sem hafði særst á fæti í einhverri af þeim stanslausu sprengjuárásum sem Ísraelir hafa rignt yfir Gaza á síðustu dögum. Læknir var að gera að sárum þessa barns, án deyfingar þar sem slíkur munaður er nú ekki lengur sjalfsagður hlutur á þessu helviti á jörðu sem þessi staður er orðinn. Annar aðili lýsti með farsíma svo læknirinn sæi til, enda rafmagnslaust.
Að horfa uppá saklaust barn gangast undir skurðaðgerð í myrkri án deyfinga, árið 2023, er óbærilegt.
Við erum jafn gamlar, Katrín.
Á okkar 45 árum hafa ótal skelfilegir atburðir átt sér stað í þessum heimi.
Þegar Úkráinustríðið hófst var óbærilegt að fylgjast með fréttum, en þá var í það minnsta hægt að finna örlitla huggun í því að ráðamenn svokallaðra siðmenntaðra þjóða fordæmdu árásir Rússa og stóðu með Úkraínu.
Í dag standa sömu ráðamenn með og hreinlega hvetja áfram Ísraela, á meðan þjóðarmorð er framið gegn Palestínumönnum í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum.
Opinberir fjölmiðlar margir hverjir reyna eins og þeir geta að gaslýsa fólk sem sér með eigin augum hvað er að gerast. Reyna að sannfæra okkur um að þjóðarmorð, linnulausar sprengjuárásir á saklaust fólk, sem var núþegar lokað inni í þaklausu fangelsi og getur hvergi flúið.. að þetta sé einhverskonar „sjálfsvörn“ sem Ísraelsmenn eiga rétt á. Ísraelsmenn sem hafa í 75 ár vaðið með ofbeldi og morðum yfir Palestínu og stolið frá þeim öllu sem þeir áttu.
Þarna eru nokkrar kynslóðir sem hafa aldrei upplifað frelsi, þrátt fyrir að hafa aldrei framið glæp. Þau bara fæddust á óheppilegum stað og eru fyrir þessum öfga- zionista frekjum, sem komast upp með allt í skjóli þess að einhverjir forfeður þeirra voru fórnarlömb helfararinnar.
Þessi viðbjóðslega hræsni er mér óskiljanleg. Það að Íslensk stjórnvöld fordæmi ekki þennan viðbjóð, er mér óskiljanlegt.
Það er margt sem ég gæti talið upp i viðbot í þessu bréfi, öll þau vonbrigði sem ég hef upplifað að horfa á jafnöldru mína sem hefði getað verið svo stórkostleg fyrirmynd sem ung kona í Forsætisráðherra hlutverkinu.. að horfa á þig afsala öllum þeim gildum sem þú þóttist standa fyrir, og verða í staðinn meðvirkur aumingi með Sjalfstæðismönnum sem virðast hafa það aðalmarkmið að gera Ísland óíbúðarhæft fyrir alla Íslendinga sem eru svo ólánsamir að tilheyra ekki auðmanna elítunni.
Ég gæti skrifað margar blaðsíður í þeim dúr.
En í augnablikinu ætla ég að halda mig við að fordæma afstöðu þína gagnvart þeim glæpum sem verið er að fremja gegn Palestínumönnum núna í dag, á þessum fallega mánudegi.
Því engin vandamál sem ég eða aðrir Íslendingar eru að glíma við akkúrat núna, ná að vera jafn skelfileg og það sem fólkið sem er lokað inni á Gaza svæðinu er að upplifa núna, á meðan það dregur enn andann, sem verður líklega ekki langur tími ef Ísraelir fá bara að halda áfram sínu plani að þurrka þá burt af jörðinni, eins og fram hefur komið að sé þeirra markmið.
Ég segi núna við þig, sem ein 45 ára kona og móðir við aðra : Þetta má ekki halda svona áfram, og ef þú fordæmir þetta ekki þá verður það þín helsta arfleifð, að þú þagðir og stóðst hjá meðan ólýsanlega vondur glæpur gegn mannkyni var framinn í beinni útsendingu.
Þitt er valið.

-Rebekka Guðleifsdóttir “

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -