Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Óska eftir rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins: „Við erum einfaldlega að biðja um hjálp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meðferðarheimilið að Laugalandi:
Sérhæft fyrir stúlkur með hegðunarvanda. Meðferðarheimili var rekið að Laugalandi síðan í september 2000 en var áður í Varpholti í Hörgárbyggð frá stofnun 1997. Það var rekið sem fjölskylduheimili og bjuggu hjónin þar ásamt tveimur börnum sínum og þeim unglingum sem þar voru vistaðir hverju sinni.
Að Laugalandi var rekið meðferðarúrræði fyrir unglinga á aldrinum 13 til 18 ára með fjölþættan hegðunarvanda. Gert var ráð fyrir að þar vistist að jafnaði sex til átta unglingar í einu og skapaðist sú hefð að vista einungis stúlkur á staðnum.

„Hjálp“

Líkt og Mannlíf greindi frá í janúar í fyrra tók tugur kvenna, sem dvaldi á meðferðarheimilinu Laugalandi, höndum saman og fór fram á að farið yrði ofan í saumana á starfsemi heimilisins. Þær lýstu erfiðri og sársaukafullri dvöl og töldu að frásögnum þeirra hafi verið sópað undir teppi af hálfu barnaverndaryfirvalda.

Harpa Dögg Sævarsdóttir, ein kvennanna, óskaði eftir því að kafað yrði ofan í kjölinn á starfsemi heimilisins.  „Við erum einfaldlega að biðja um hjálp. Við viljum skila skömminni og fá það viðurkennt hvernig var komið fram við okkur. Fá afsökunarbeiðni og að fólkið þurfi að svara fyrir hvað það gerði. Þá vonumst við til að komið verði á betra eftirliti með svona heimilum og að hlustað verði á skjólstæðinga sem koma fram með marbletti, áverkavottorð og sjúkraskýrslur. Vonandi getum við fengið ríkisstjórnina með okkur í lið,“ sagði Harpa Dögg.

Lestu greinina í heild í nýjasta tölublað Mannlífs

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -