Fimmtudagur 18. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Ráð fyrir konur – „Þeir kunna illa við gróf og fyrirferðarmikil föt, sem hylja allt vaxtarlag“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það eru aðeins nokkrir áratugir frá því að bók eftir Joan Bennet var þýdd yfir á íslensku. Bókin ber nafnið: Aðlaðandi er konan ánægð en þar má finna hinar ýmsu leiðbeiningar um það hvernig kona skuli halda karlmanni ánægðum. Sem betur fer eru tímarnir breyttir og þykir eflaust mörgum fyndið að lesa ráðin sem má finna í bókinni, þau eru einmitt baksýnisspegill dagsins.

Það var algjört lykilatriði að vita hversu mikið karlmenn þola ekki kaldhæðni. „Biðjið, skrifið ekki og forðizt kaldhæðni. Karlmenn hata og hafa alltaf hatað hæðni allt frá því, er þeir voru á skólabekknum; þeir hötuðu hæðni kennarans, hæðni konunnar geta þeir aldrei fyrirgefið.“
„Svíkið ekki gefið loforð um stefnumót, þó að yður bjóðist annað skemmtilegra
.“ Þá er ítrekað mikilvægi þess að kona skuli aldrei leiðrétta karlmann. Að setja út á útlit hans eða framkomu – það var líka bannað.

Útlit konunnar þurfti hinsvegar að vera „kvenlegt“ og hárið líta út fyrir að vera mjúkt og hreint. „Þeim líkar vel varalitur, en mislíkar að hann sé eins og klessuverk. Þeir kunna vel við venjulega liti, blátt, ljósrautt, marínublátt, rautt, en þeir kunna illa við áberandi litasamsetningar.“

„Þeir kunna illa við gróf og fyrirferðarmikil föt, sem hylja allt vaxtarlag. Þeir vilja fyrir hvern mun losna við að sjá í gegn það sem innanklæða er, eins og mjaðmabelti eða lífstykki,“ segir í kaflanum um útlit. Konan skal vera glaðleg á svipinn þar sem karlmönnum líkar vel við glaðlegar konur, með jú, fallega leggi.

„Drekkið ekki áfengi svo þér verðið ekki kennd eða ástleitin og sýnið ekki manninum nein blíðuatlot, þó sakleysisleg séu. Það kann að misskiljast og er rangt gagnvart manninum.“ Bókin er eflaust gott dæmi um það sem eldist ekki vel.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -