Sunnudagur 28. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Ríkisstjórnin opnar „fangabúðir“ fyrir flóttamenn: „Þetta hús­næði er tak­mörk­un­um háð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, stingur upp á lokabúsetuúrræði fyrir flóttafólk.

Eins og Mannlíf hefur greint frá þá eru nýju útlendingalögin sem ríkisstjórnin hefur sett gríðarlega umdeild og hafa margir sett sig upp á móti þeim. Þau fela í sér að hælislendendum verður vísað á dyr 30 dögum eftir synjun um alþjóðlega vernd og ekki eru allir sáttir með það.

„Nú ligg­ur það al­veg ljóst fyr­ir að við erum með vernd­ar­kerfi á Íslandi þar sem fólk get­ur beðið um vernd ef að þeim staf­ar lífs­hætta. Við erum með kerfi þar sem sú um­sókn fer í gegn­um tvö stjórn­sýslu­stig og þegar að fólk er búið að fá höfn­un á báðum stig­um þá ligg­ur það al­veg ljóst fyr­ir að þau eru þá í ólög­mætri dvöl í land­inu,“ sagði Guðrún um málið í samtali við mbl.is.

„Ég hef í hyggju að leggja fram að hér verði tekið upp loka­bú­setu­úr­ræði (e. detenti­on center) eins og ná­granna­lönd okk­ar eru með. Það er þá hús­næði fyr­ir fólk sem hef­ur ekki hlotið dvöl í land­inu. Þetta er hús­næði á meðan fólk bíður. Þetta hús­næði er tak­mörk­un­um háð,“ en vekur orðalag Guðrúnar athygli því auðvelt er að lesa þetta á þann veg að hér standi til að opna fangabúðir til að koma flóttafólki í. Leiti fólk að orðinu „loka­bú­setu­úr­ræði“ á Google virðist vera að Guðrún hafi búið til þetta orð. Guðrún sagði einnig að málið væri ekki flókið og að hælisleitendur ættu að yfirgefa landið sé þeim sagt að gera það.

„Ég biðla til fólks að hlíta ís­lensk­um lög­um og ákvörðunum ís­lenskra stjórn­valda. Hér er búið að fara yfir þessi mál gaum­gæfu­lega og hér er hóp­ur fólks sem hef­ur ekki rétt hér til dval­ar og búið að kom­ast að þeirri niður­stöðu að fólk eigi að yf­ir­gefa landið og þá ber fólki að gera það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -