Laugardagur 27. maí, 2023
4.8 C
Reykjavik

Segir Egil Helgason óhæfan: „Morgunblaðið er náskyldara Sjálfstæðisflokknum en skeggið hökunni“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Björn Birgisson samfélagsrýnir í Grindavík segir Egil Helgason óhæfan til að gegna starfi sínu fyrir Ríkisútvarpið.

Björn Birgisson

Björn er orðhagur mjög og þegar hann tjáir sig á Facebook er oftar en ekki hlustað þó sumum þyki hann umdeildur. Í nýrri færslu birti hann mynd af Agli Helgasyni þáttastjórnanda á Rúv og orðum hans um Moggabloggið. „Það er margur óþverrinn sem birtist á bloggi Morgunblaðsins – og yfirleitt aldrei neitt sem vitglóra er í. Moggabloggið er algjör rusakista. En hér tekur steininn úr – bullandi gyðingahatur. Maður á ekki orð,“ skrifaði Egill á dögunum.

Ekki þykir Birni það við hæfi að starfandi fjölmiðlamenn tjái sig um aðra fjölmiðla og segir í færslu sinni að Egill eigi að vera hlutlaus og sé því óhæfur í starfi sínu. Færsluna má bera augum hér að neðan.

„Það þykir yfirleitt ekki við hæfi að starfandi fjölmiðlamenn fjalli um aðra fjölmiðla og leggi mat á gæði þeirra.

Það er alls ekki við hæfi að Egill Helgason, eitt þekktasta andit RÚV, rakki niður Morgunblaðið eða vefsíðu þess.
Morgunblaðið og allt sem því tengist er náskyldara Sjálfstæðisflokknum en skeggið hökunni.
Það veit þjóðin og það veit Egill Helgason líka.
Sem þáttastjórnandi þarf Egill að leita til sjálfstæðismanna eftir viðtölum og viðhorfum.
Hann á því að vera hlutlaus.
Það er hann ekki.
Víðast hvar erlendis teldist hann því óhæfur – þrátt fyrir ómælda hæfileika til að gera góða þætti.
En á Íslandi gildir allt annað siðferði en svo víða annars staðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -