Björn Birgisson samfélagsrýnir í Grindavík segir Egil Helgason óhæfan til að gegna starfi sínu fyrir Ríkisútvarpið.

Björn er orðhagur mjög og þegar hann tjáir sig á Facebook er oftar en ekki hlustað þó sumum þyki hann umdeildur. Í nýrri færslu birti hann mynd af Agli Helgasyni þáttastjórnanda á Rúv og orðum hans um Moggabloggið. „Það er margur óþverrinn sem birtist á bloggi Morgunblaðsins – og yfirleitt aldrei neitt sem vitglóra er í. Moggabloggið er algjör rusakista. En hér tekur steininn úr – bullandi gyðingahatur. Maður á ekki orð,“ skrifaði Egill á dögunum.
Ekki þykir Birni það við hæfi að starfandi fjölmiðlamenn tjái sig um aðra fjölmiðla og segir í færslu sinni að Egill eigi að vera hlutlaus og sé því óhæfur í starfi sínu. Færsluna má bera augum hér að neðan.
„Það þykir yfirleitt ekki við hæfi að starfandi fjölmiðlamenn fjalli um aðra fjölmiðla og leggi mat á gæði þeirra.