Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Segir Eið Smára vera vanmetnasta leikmanninn: „Veit hvað þarf að gera og hvar hann á að vera“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska knattspyrnugoðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen var ræddur í einu vinsælasta knattspyrnuhlaðvarpi heimsins.

Þar var Jimmy Floyd Hasselbaink, knattspyrnuþjálfari og fyrrum samherji Eiðs hjá Chelsea, í viðtali og ræddi hann um ýmsa leikmenn sem hann spilaði með hjá Chelsea eins og John Terry, Dennis Wise og Frank Lampard. Þá fór nokkrar mínútur í að ræða Eið okkar Smára Guðjohnsen. Þeir Eiður mynduðu frábært sóknarteymi hjá Chelsea og voru varnarmenn andstæðinga dauðhræddir í hvert skipti sem þeir spiluðu sín á milli. Jimmy vill meina að Eiður Smári sé vanmetnasti leikmaður í sögu Chelsea.

„Hann er með svo góðan skilning á leiknum og veit hvað þarf að gera og hvar hann á að vera,“ sagði Jimmy um Eið. „Eitt tímabil þá skoruðum við 55 mörk, held ég, saman. Ég held að við höfum gefið stoðsendingu á hvorn annan 35 sinnum. Við vissum hvar hvar hinn yrði. Ég vissi það án þess að horfa.“

 

Hægt er að horfa á viðtalið um Eið hér fyrir neðan

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -