Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Segir stöðu FH engu skipta fyrir bikarúrslitaleikinn: „Þetta eru engir jólasveinar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir gott og hressandi sumarfrí er sjónvarpsþátturinn 433.is snúinn aftur og meira en til í slaginn. Frábær þáttur sem unnendur knattspyrnu ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

Í nýja þættinum er rætt við þjálfara Víkings, Arnar Gunnlaugsson, sem er skemmtilegur maður og frábær þjálfari sem segir það sem í huga hans býr, og ekkert kjaftæði.

Rætt var um gengi gamla stórveldisins, FH, sem berst nú fyrir lífi sínu í deild þeirra bestu.

Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH.

FH mætir einmitt Víkingi í bikarúrslitaleik á laugardag. Ljóst er að Arnar hefur miklar mætur á Eiði Smára Guðjohnsen, þjálfara FH, sem og Sigurvini Ólafssyni, aðstoðarmanni hans:

Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari FH.

„Þetta eru engir jólasveinar. Eiður er einn af okkar ástsælustu leikmönnum og var undir stjórn færustu þjálfara í heiminum. Þessir menn kunna eitthvað fyrir sér í faginu. Það er annar bragur á FH-liðinu. Þeir eru orðnir þéttari og eru ekki að leka eins mikið af mörkum.“

Arnar segir hreint út að  honum finnist skrýtið að sjá svo stórt og fornfrægt félag eins og FH í fallsæti:

- Auglýsing -

„Þetta er óraunverulegt að mörgu leyti. Þú ert allt í einu kominn í þá stöðu að þú ert mikið að horfa aftur fyrir öxlina á þér. Þetta er óþægileg staða, alveg sama hversu góður þú ert í fótbolta. Þetta er mjög flottur leikmannahópur, en svo spilar mikið inn í. Þessi hefð félagsins að vera alltaf á toppnum getur verið sligandi fyrir leikmenn.“

Arnar segir hins vegar að þegar kemur að bikarúrslitaleiknum skipti staða liðanna í deildinni engu einasta máli:

„Þú getur ýtt deildinni til hliðar. Þetta er ný keppni og allt í einu tækifæri á að komast í Evrópu líka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -