Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Segir Svandísi nákvæmlega sama: „Þá var hann laminn í hálftíma og líklega er skepnan bara dauð“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Steinunn Árnadóttir hestakona segir Matvælastofnun algjörlega vanhæfa en hún kom hrossaníðingsmálinu í Borgarnesi á hreyfingu. Það gerði Steinunn með því að birta ljósmyndir af illa förnum hrossunum sem um var rætt.

Steinunn Árnadóttir
Ljósmynd: Aðsend

„Þetta er mjög sorglegt. Kerfið er algjörlega að bregðast enda tók Ríkisendurskoðun þá afdrífaríku afstöðu eftir að málið kom upp, að þeir myndu fara yfir þessa verkferla hjá þeim,“ sagði Steinunn í samtali við Mannlíf.

Hefur áhyggjur af vetrinum

Aðspurð hvort hún vissi hvað væri að frétta um hrossin og hvar þau séu stödd sagði Steinunn að hrossin væru ekki komin aftur á sinn stað eftir að hafa verið færð í skjóli nætur. „Þetta eru um 28 hestar sem þessir einstaklingar eru með rétt fyrir ofan Borgarnes og þar eru þau enn. En það er ekkert verið að fylgjast með þeim. Og nú stefni í veturinn og kulda en ég var þarna einmitt í morgun [fyrir helgi, inn­skot blaðamanns] og vegna þess að það var fínt veður þá var þetta í lagi en manni lýst ekkert á blikuna þegar það fer að kólna því þau eru búin að vera inni í heilt ár.“ Aðspurð um holdarfarið á hrossunum segir Steinunn að þau séu útþanin og bætti við „þau voru auðvitað svo svöng og eru útþanin núna en það er ekkert að marka fyrr en maður kemur nær og snertir þau, til að sjá hvernig þau hafa braggast. En það lýtur ekkert vel út með þau, þau eru ekki undirbúin fyrir veturinn og ef þau verða sett inn af þessu sömu aðilum þá náttúrulega er þetta áfram svona horfóðrun, þannig að það myndi ekki vera neitt líf. Það sýnir sig náttúrulega með þessum hætti, eins og hvernig þessi trippi voru að þessir einstaklingar eru alls ekki hæfir til að vera með skepnur. Það ætti að vera deginum ljósara með þessum myndum og maður er bara argur yfir því að það sé ekki búið að taka þessar skepnur af þeim.“ Steinunn segir að fyrri eigendur hestanna vilji fá þá aftur til baka. „Það eru nokkrir aðilar sem hafa haft samband við mig, fólk sem er að reyna að fá þessi trippi til baka, þau vilja ekki sjá þau í þessari niðurlægingu. Það ætti að vera búið að svipta þessum einstaklingum umráðum yfir þessum skepnum. Maður er mjög svekktur að það sé ekki búið.“

Illa farið með fallega skepnu.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Kerfið virkar ekki

Steinunn segir að vegna fjölmiðlaumfjallanna og birtingu ljósmyndanna af hrossunum hafi einstaklingarnir verið málaðir út í horn og því fjarlægt hrossin „í skjóli næturs“. Segir hún einnig að Matvælastofnunin hafi vitað af málinu í langan tíma en ekki aðhafst neitt. „Það voru bara engin svör. Ég hringdi í Guðlaug Antonsson sem er eftirlitsmaður en hann svaraði ekki. Ég hringdi held ég þrisvar sinnu í hann en hann svaraði aldrei. Og ég sendi pósta en þetta er þannig tölvupóstkerfi hjá MAST að þú færð aldrei senda staðfestingu á að tölvupósturinn hafi verið móttekinn, þannig að þeir geta alveg sagt að það sé enginn póstur hjá þeim. Ég þekki fjöldan allan af fólki sem segir mér að það hafi látið MAST vita af þessu. En MAST er ekki að virka, það er algjörlega búið að sanna sig.“

Illa farið með fallegar skepnur.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
- Auglýsing -

„Svandísi er nákvæmlega sama“

Steinunn segist óttast að ekkert verði gert í málinu: „Maður óttast bara að þetta fólk fái að hafa skepnurnar áfram og það er búið að sýna fram á að það er ekki í lagi að þau séu með skepnur undir höndum.“ Nefnir Steinunn að hún hafði sent Svandísi Svavarsdóttur bréf á dögunum þar sem hún sagði henni frá misþyrmingu á kú sem festist í skurði hjá þessum sömu einstaklingum. „Ég sendi henni þetta á miðvikudaginn því það hringdi í mig nágranni þeirra sem horfði á manninn misþyrma nautgrip sem hafði dottið út í skurð og var hjálpað upp úr skurðinum en stóð þá ekki í fæturnar. Þá var hann laminn í um hálftíma og líklega er skepnan bara dauð. Þau voru svo miður sín, þessir nágrannar að þau hringdu í mig og þau hringdu í lögregluna og ég sendi þetta bréf á Svanhildi. Ég hef ekki fengið eitt einasta svar frá Svandísi, henni er svo nákvæmlega sama. Ég minnti hana á það í bréfinu að sem matvælaráðherra hafi hún yfirumsjón með velferð dýra. En það á sýnilega ekki upp á pallborðið núna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -