Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
-0.9 C
Reykjavik

Sigmundur og Elín rekin þegar dóttir þeirra var á dánarbeði: „Lítilmannlegur níðingsskapur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigmundur Ernir greinir frá ömurlegum brottrekstri í nýrri bók

Fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson gaf nýlega út bókina „Í stríði og friði fréttamennskunnar – eða uppgjörið við alla mína fjölmiðlatíð“ og hefur bókin vakið mikla athygli fyrir þá innsýn sem Sigmundur veitir lesendum í fjölmiðla á Íslandi. Í tíunda kafla er fjallað um árið 2009 en það var gífurlega erfiður tími í lífi Sigmundar. Eydís Edda, elsta dóttir Sigmundar, var á dánarbeði með sjaldgæfan sjúkdóm. Sigmundi og Elínu, eiginkonu hans, var tilkynnt á fyrstu vikum 2009 að dóttir þeirra ætti ekki langt eftir.

„En við Ella mættum nú samt til vinnu, svo til alla daga, þrátt fyrir að svona væri komið fyrir fjölskyldunni. Og við vissum auðvitað ekki að svo stuttu seinna væri lengur gert ráð fyrir starfskröftum okkar á staðnum. Enn einu sinni voru nýir stjórnendur í brúnni á Stöð 2 – og stóð núna við stýrið maður að nafni Ari Edwald ásamt svokölluðum mannauðstjóra fyrirtæksins, Ólafíu B. Rafnsdóttur, sem vísast vildu láta að sér kveða í stefnumótum fjölmiðilsins sem hafði farið í gegnum marga brimsjói á röskum tuttugu árum. 

Við fáum spurnir af því að morgni 22. janúar að þau vopnasystkini vilji hafa tal af okkur báðum. Ekki grunaði okkur þá hvað verða vildi. Enda alvön því sem stjórnendur að vera kölluð á fund með forstjóra,“ segir Sigmundur í bókinni.

„Í fordyri forstjórakontórsins er mér vísað inn til Ara, en Ellu til Ólafíu. Og skemmst er frá því að segja að þar eru okkur sagt upp á sömu sekúndunni, báðum fyrirvinnunum á margra barna heimili sem var í sárum vegna þess sem vofði yfir. Og til að taka af öll tvímæli var okkur sparkað út á götu, en búið var að loka á inngangskortin okkar þegar við ætluðum að kveðja starfsfélaga okkar og vini til margra ára og jafnvel áratuga yfir á fréttastofunni. Við höfðum ekki tök á því að ná í persónulega hluti okkar fyrr en síðar meir – og þá í fylgd öryggisvarða“ og þótti Sigmundi eins og þau hafi verið kvödd líkt og þau væru glæpamenn. Lítisvirt og smánuð.

„Þetta var högg. 

- Auglýsing -

Ég snöggreiddist á bílastæðinu milli húsanna í Skaftahlíð. Við lá að ég sparkaði af fullu afli í einn af fréttabílunum sem þar hafði verið lagt. En lét það vera. Og það var ekki mín vegna sem ég var kominn í þennan heiftarhug. Það var alsiða að reka alla fréttastjóra Stöðvar 2, og ég vissi upp á hár að fyrr eða síðar kæmi að mér. Það gat aldrei farið öðruvísi. En að taka harðduglega og hæfileikaríka konuna mína með í fallinu í miðju efnahagshruninu var lítilmannlegur níðingsskapur sem engar nema smásálir taka ákvörðun um. 

Eydís Edda var dáin tveimur mánuðum seinna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -