Mánudagur 26. september, 2022
3.8 C
Reykjavik

„Skrýtið hve margir á Íslandi hafa þörf fyrir að tala niður fólk sem það þekkir ekki“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ísdrottningin, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, hefur verið á milli tannanna á Íslendingum síðan hún var kornung. Hún hefur marga fjöruna sopið síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið sem fyrirsæta á unglingsaldri. Ásdís er nú komin til Íslands, eftir að hafa meira og minna búið erlendis í fjölmörg ár, aðallega í Búlgaríu. Í kjölfar alls kyns ævintýra, verkefna og viðskipta flutti hún aftur heim í kjölfar Covid-tímabilsins og er sest hér að í bili. En þó að hún sé komin heim á klakann er augljóst að Ásdís er ekki ákveðin í að setjast hér alfarið að.

Hún segist aldrei meðvitað hafa gert í því að vera umdeild. Hún telur að það stafi frekar af því að hún segi skoðanir sínar umbúðalaust og hafi alltaf gert. Hún segir það einfaldlega vera hennar stíl og að það sé ekki að fara að breytast í bráð.

„Ég er bara ekki með filter og mér er alveg sama. Ég vil koma til dyranna eins og ég er klædd og ég hef alltaf verið þannig. Ef einhver þarf að tala illa um mig þá verður bara að hafa það, ég ætla ekki að fara að ritskoða mig,“ segir hún og er örlítið hugsi yfir því hvers vegna fólk hafi svo mikla þörf á að tala aðra niður.

„Mér hefur alltaf fundist skrýtið hve margir á Íslandi hafa þörf fyrir að tala niður fólk sem það þekkir ekki. Kannski er það smæðin, en á Íslandi er að mínu mati of algengt að fólk vilji gera lítið úr þér, alveg sama hvað þú ert dugleg eða stendur þig vel. Þú færð ekki viðurkenningu fyrir þín störf fyrr en þú gerir eitthvað erlendis. Þá allt í einu breytist stemmingin og ég fann það mjög vel eftir að ég fór að gera góða hluti í öðrum löndum. Ég er ekki að vorkenna sjálfri mér og veit að það er mjög margt frábært fólk hér og ég á að margt fólk sem vill mér vel. En ef þú vekur athygli á Íslandi er mjög algengt að fólk vilji troða ofan á þér og tala þig niður,“ segir Ásdís og bætir við að hún finni mun á kynjunum.

„Karlarnir eru meira „líbó“, en íslenskar konur hafa dáldið mikið verið að hafa sterkar skoðanir á mér og oft neikvæðar.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í nýju blaði Mannlífs og sjá hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -