Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Strákarnir í Kaleo hvattir til að hætta við tónleika í Ísrael – 150 skrifa undir áskorun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Hátt í 150 einstaklingar skrifa undir ákall til Kaleo um að hætta við tónleika sína í Ísrael

Í dag var birt opið bréf til hljómsveitarinnar Kaleo vegna áforma hennar um að spila á tónleikum í Ísrael síðar í júní.

Undir bréfið skrifa hátt í 150 einstaklingar, stuðningsfólk frjálsrar Palestínu og aðgerðasinnar BDS á Íslandi. Um er að ræða fjölbreyttan hóp fólks, þeirra á meðal er fólk sem starfar í listum, menningu og tónlist.

Í bréfinu er ákall til hljómsveitarinnar Kaleo um að hætta við fyrirhugaða tónleika sína í Ísrael þar sem ísraelskar lista- og menningarstofnanir taka beinan þátt í að viðhalda, verja og hvítþvo kúgun ísraelskra stjórnvalda á palestínsku þjóðinni. Í gegnum listir, menningu og íþróttir reyna ísraelsk stjórnvöld gagngert að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi á meðan brotið er á mannréttindum palestínsku þjóðarinnar á bak við tjöldin.

Hljómsveitin er hvött til þess að taka afstöðu gegn stríðsglæpum og þjóðernishreinsun og taka ekki þátt í hvítþvotti ísraelskra stjórnvalda. Hún er hvött til þess að grafa ekki undan mannréttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar en sniðganga eins og þessi er sú leið sem palestínska þjóðin hefur ákveðið að fara í baráttunni fyrir frelsi sínu og hefur óskað eftir stuðning alþjóðasamfélagsins við þessa friðsamlegu leið.

Þá er bent á að sífellt stækkandi hópur listafólks neitar að koma fram eða sýna list sína í Ísrael. Á meðal þeirra sem hafa afþakkað boð um að koma fram eða hætt við að koma fram eru Lana Del Ray, Lorde, Roger Waters, Elvis Costello, Natalie Imbruglia, Stevie Wonder, Lauryn Hill og nú síðast Sam Smith, sem ætlaði að koma fram í Ísrael núna í lok maí en hætti við stuttu fyrir tónleikana.

Þá skrifuðu árið 2021 meira en 600 einstaklingar sem starfa við tónlist undir áskorun til annars tónlistarfólks um að koma ekki fram í Ísrael, að taka ekki þátt í hvítþvotti ísraelskra menningarstofnana og styðja frelsisbaráttu palestínsku þjóðarinnar. Þar að auki hafa 1500 írskir einstaklingar sem starfa í listum og menningu skrifað undir heiti þess efnis að koma ekki fram í Ísrael og þiggja ekki styrki frá stofnunum sem hafa tengsl við ísraelsk stjórnvöld þar til ísraelsk stjórnvöld virða alþjóðalög og mannréttindi palestínsku þjóðarinnar.

- Auglýsing -

Hljómsveitin Kaleo er hvött til þess að bregðst við því ákalli sem hefur beinst að þeim síðustu vikur, nú síðast í þessu opna bréfi, og hætta við að koma fram í Ísrael og sýna þess í stað palestínsku þjóðinni stuðning í baráttunni fyrir tilvistarrétti sínum sem fer fram á hverjum einasta degi!

Bréfið er einnig sent meðlimum hljómsveitarinnar.
Ákallið í heild sinni og nöfn þeirra sem skrifa undir má nálgast hér: https://www.visir.is/g/20232422399d/kaleo-ekki-spila-i-israel

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -