Laugardagur 27. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

Sunneva Einars getur ekki hætt að kaupa nammi: „Engar bremsur og allt í botn“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi Vikunnar er Sunneva Einarsdóttir. Hún er 33 ára félagsráðgjafi sem er í fæðingarorlofi. Sunneva býr í Reykjavík en hún er gift Þórði Rafni Guðmundssyni, pípara hjá AH Pípulögnum, og eiga þau saman þrjár dætur. Sunneva er fyrrverandi landsliðsmarkmaður í handbolta og yfirleitt nefnd til sögunnar þegar rætt er um bestu handboltakonur 21. aldarinnar. Hún hefur meðal annars spilað með Fram, Gróttu og Stjörnunni á Íslandi.

Gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu?

Ég geri verðsamanburð en í raun og veru er það frekar ómeðvitað heldur en eitthvað sem ég ætla mér að gera þegar ég er í búðinni. Ég veit hvar ódýrast er að versla bæði í matarinnkaupum og líka fatarinnkaupum og reyni að halda mig við þær búðir. 

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Við reynum að spara og vera skynsöm þegar kemur að matarinnkaupum, viðurkenni þó að við mættum alveg gera betur. Við höfum verið að fara í Costco og kaupa hakk og kjúkling, skiptum því upp og setjum í frysti. Einnig höfum við verið að plana 3-4 máltíðar fyrir hverja og eina viku og skiptum því þannig að það er auðvelt að nota afganga daginn eftir. 

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

- Auglýsing -

Já, við endurnýtum föt. Barnaloppan er mikið notuð og mæli hiklaust með því að kaupa föt á börnin þar heldur en splunkunýtt úr búðinni. Stelpurnar mínar elska að fá að koma með mér í Barnaloppuna. Einnig hef ég sjálf verið með bás þrisvar sinnum og finnst frábær tilfinning að vita til þess að fötin og dótið frá stelpunum er að fá annan umgang í staðinn fyrir að fara á haugana. 

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Það sem ég reyni að hafa í huga þegar ég kaupi mat er hvort við virkilega þurfum að eiga þetta, erum við að fara borða þetta eða er þetta mögulega að fara skemmast? Ég hef átt það til í gegnum tíðina að kaupa eitthvað í búðinni afþví mig langar að prófa eitthvað nýtt, gleymi því svo inní skáp og það skemmist. Hrikalegt! Ég reyni líka að vera ekki að flýta mér í búðinni, ég er fljótfær að eðlisfari sem er ekki gott „combo“ í búðum. Þegar kemur að fatnaði og gjöfum hugsa ég hvort þetta muni koma sér vel eða ekki og hvort not sé fyrir viðkomandi föt/hlut. 

- Auglýsing -

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

NAMMI! 

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Já umhverfisvernd skiptir mig auðvitað máli, ég flokka heima hjá mér og bíð spennt eftir nýjum tunnum. Vá hvað ég er orðin miðaldra! Stelpunum mínum finnst mjög gaman þegar við biðjum þær að fara í grendargámana, sérstaklega þegar þær fá að fara með glerið Þær segja að það sé svo gaman að heyra þegar glerið brotnar í gámnum!

Annað sem þú vilt taka fram?

Líf og fjör, engar bremsur og allt í botn! 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -