Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Tekur ekki áhyggjur úr vinnunnu með sér heim – væri besta starf í heimi ef launin væru hærri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég fékk myndavél í fermingargjöf og ég hef verið með ljósmyndadellu síðan. Filmusafnið mitt er gullnáma og ómetanleg heimild,“ segir Rúnar Gunnarsson ljósmyndari og eftirlaunaþegi sem hefur myndað lífið í borginni frá því á sjötta áratug síðustu aldar og er enn að.

Hann er íbúi í Hlíðahverfi og segir lífið gott þar: „Ef ég á að segja alveg eins og er þá finnst mér ekkert vanta í þessu hverfi,“ segir Rúnar í samtali við Elfu Björk Ellertsdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg.

Rúnar Gunnarsson, ljósmyndari og eftirlaunaþegi, þekkir Reykjavík betur en margur annar og fáir hafa beint linsunni eins oft og lengi að húsum og fólki bæjarins. Rúnar býr í Hlíðahverfi og hefur ákveðna sýn á hverfið;

„Ég hef eiginlega alltaf búið í Vesturbænum, Melunum, Högunum og á Granda, ef frá eru talin nokkur ár sem ég bjó í Hafnarfirði. Þegar aldurinn færðist yfir ákváðum við hjónin að finna góða íbúð sem hentaði okkur á efri árum. Við vildum ekki að börnin þyrftu að standa í þvi að flytja okkur þegar við værum orðin of hrum til að ráða við það sjálf,“ segir Rúnar. Úr varð að þau hjónin fluttu í Bólstaðarhlíð 41-45 þar sem eru íbúðir fyrir aldraða og samfélagshús.

Rúnar, sem er 77 ára gamall, vann í 50 ár hjá Sjónvarpinu. „Ég var með frá byrjun sem var mikið ævintýri. Ég vann m.a. sem kvikmyndatökumaður, dagskrárgerðarmaður og ég var framkvæmdastjóri í nokkur ár og lengst af var ég dagskrárstjóri innlendrar dagskrár.  Það gat nú verið meira kvabbið, segir hann og hlær.“  Hann rifjar upp árin hjá RÚV og segir það að mestu góðar minningar en þetta hafi oft verið mikið álag.

Eftir að hann fór á eftirlaun tók hann í smá tíma upp gamalt starf sem bréfberi hjá Póstinum. Hann segir það gott starf með útiveru og hreyfingu. Hann gat líka kippt myndavélinni með og fangað stemninguna hverju sinni. „Sem bréfberi tekur þú sjaldan eða aldrei áhyggjur vinnunnar með þér heim og þetta væri besta starf í heimi ef launin væru hærri“ , segir Rúnar kankvís.

- Auglýsing -

Það er einstaklega áhugavert að sjá myndirnar hans Rúnars af mannlífinu í Reykjavík í gegnum tíðina.

Úr ljósmyndasafni Rúnars Gunnarssonar:

 

Rúnar Gunnarsson ljósmyndari
Rúnar Gunnarsson ljósmyndari
Rúnar Gunnarsson ljósmyndari
Rúnar Gunnarsson ljósmyndari
Rúnar Gunnarsson ljósmyndari

Lesa má viðtalið í heild sinni hér.

- Auglýsing -

 

Heimild:

Elfa Björk Ellertsdóttir. 2022, 1. febrúar. Borgin er eins og lifandi vera. Reykjavíkurborg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -