Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Þjálfari í Sporthúsinu gaf konu við æfingar kinnhest – Fær ekki að koma aftur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þann 1. júlí sl. varð atvik í æfingatíma Superform sem við hörmum og þykir ákaflega leiðinlegt. Málið var strax tekið föstum tökum, rætt við hlutaðeigandi og viðkomandi beðinn afsökunar. Í því samfélagi sem við eigum saman í Sporthúsinu og Superform gerum við þá kröfu til þjálfara, annarra starfsmanna og iðkenda að háttvísi sé í hávegum höfð í öllum samskiptum. Við viljum að öllum sem taka þátt í starfi okkar líði vel og upplifi sig örugga.“

Svo segir í færslu sem Ari Elíasson, eigandi Sporthússins í Reykjanesbæ, birtir í lokuðum Facebook-hópi viðskiptavina Superforms, æfingarsstöðvar með húsakynni í Sporthúsinu. DV greinir frá þessu. Ljóst er að málið hefur verið litið alvarlegum augum, því Ari hefur tekið yfir starfsemi Superforms og þjálfarinn sem fór yfir strikið mun ekki snúa aftur.

Þjálfarinn er sagður hafa slegið konu kinnhesti sem var við æfingar hjá honum. Auk þess á hann að haf ausið yfir hana svívirðingum. DV ræddi við konuna sem varð fyrir ofbeldi þjálfarans og staðfesti þá lýsingu í megin dráttum.

Ari lýkur svo fyrrnefndri færslu furðu glaðhlakkalega, miðað við lýsingu DV. Hann segist einnig hafa jákvæðar fréttir, því Sporthúsið hafi verið að víga nýjan og glæsilegan æfingasal.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -