Birst hefur listi umsækjanda um stöðu dagsskrárstjóra Rásar 1. Starfið var auglýst var á dögunum. Á honum má sjá að systkinin Lára og Þorfinnur sækja bæði um stöðuna. Hinn þjóðþekkti Ómar Ragnarsson er faðir þeirra. Lára er litla systir Þorfinns, hún er fædd árið 1971 og hann árið 1965. Systkinin eru bæði hokin reynslu úr fjölmiðla- og upplýsingaheiminum.
Lára Ómarsdóttir, er flestum landsmönnum kunn og vann í áraraðir hjá Ríkissjónvarpinu. Fyrir rúmum tveimur árum sagði hún skilið við miðilinn og tók við stöðu samskiptastjóra hjá fyrirtækinu Aztiq Fund.

Þorfinnur Ómarsson er einnig vel þekktur í fjölmiðlaheiminum og hefur var lengi þekkt andlit á skjám landsmanna, þess utan starfaði hann sem ritstjóri hjá Eyjunni og gegndi um tíma starfi forstöðumanns Kvikmyndasjóðs Íslands. Að auki framleiddi Þorfinnur myndina Nóa Albínóa.

Hér er að neðan eru nöfn umsækjandanna birt í stafrófsröð en tveir drógu umsókn sína til baka.
- Ásgrímur Geir Logason – Leikari og leikstjóri
- Fanney Birna Jónsdóttir – Lögfræðingur og blaðamaður
- Guðni Tómasson – Dagskrárgerðarmaður og framleiðandi
- Gunnar Karel Másson – Tónskáld
- Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir – Blaðamaður
- Hjálmar Hjálmarsson – Framleiðandi og leikari
- Jón Hjörtur Sigurðarson – Vefsíðugerð og netmarkaðssetning
- Júlía Margrét Einarsdóttir – Verkefnastjóri vefútgáfu og dagskrárgerðarkona
- Lára Magnúsdóttir – Sagnfræðingur og rithöfundur
- Lára Ómarsdóttir – Fv. samskiptastjóri
- Magnús Lyngdal Magnússon – Sérfræðingur
- María Björk Ingvadóttir – Fv. framkvæmdastjóri
- Matthías Tryggvi Haraldsson – Texta- og hugmyndasmiður
- Óli Valur Pétursson – Fjölmiðla- og boðskiptafræðingur
- Þorfinnur Ómarsson – Upplýsinga- og samskiptastjóri
- Þorsteinn J. Vilhjálmsson – Blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og ritstjóri.