• Orðrómur

Tulipop afhenti Rauða krossinum 25 skólasett fyrir börn flóttafólks á Íslandi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop hópfjármagnaði nýju Tulipop bókina sína á vefsíðunni Kickstarter nýverið, en sú herferð gekk vonum framar.

 

Í herferðinni var hægt að styrkja útgáfu bókarinnar með því að velja kaup á svokölluðu „Góðgerðarsetti“ en fyrir hvert slíkt sett sem keypt var skuldbatt Tulipop sig til að gefa einu barni skólatösku og skólavörur í samstarfi við flóttamannaverkefni Rauða krossins á Íslandi. Í dag afhenti Tulipop 25 „skólasett“ til Rauða krossins og innifalið í hverju setti var skólataska, pennaveski, brúsi og nestisbox. Skólasettin munu fara í hendur 25 barna sem hefja skólagöngu hér á Íslandi í vor.

Leiðsögumenn verða vinir þeirra nýkomnu

- Auglýsing -

Leiðsögumenn flóttafólks eru sjálfboðaliðar sem kynnast og aðstoða nýkomna einstaklinga eða fjölskyldu sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi. Allir sem fengið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi er boðið að taka þátt í þessu verkefni.

Leiðsögumenn verða vinir þeirra nýkomnu, svara spurningum um lífið á Íslandi, æfa íslensku eða ensku, tala um íslenska menningu og/eða aðstoða við praktísk úrlausnarefni eins og atvinnuleit, skólaumsóknir og þýðingar bréfa sem berast á íslensku.

Markmið verkefnisins er sameiginleg aðlögun. Sjálfboðaliðarnir styðja fólks til sjálfstæðis í nýju landi með því að aðstoða þau við að nýta hæfileika sína og þau tækifæri sem eru fyrir hendi til að farnast vel á Íslandi. Þátttakendur eignast nýja vini, styrkja félagsnet sitt, öðlast nýja innsýn inn í íslenskt kerfi og læra um menningu, tungumál og hefðir hvers annars.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Bera og Hjörtur eiga von á barni

Kærustuparið Bera Tryggvadóttir og Hjörtur Hermannsson, fótboltamaður, eiga von á sínu fyrsta barni.„Draumurinn okkar að rætast. Verðandi...

Halla og Víkingur eignast son

Hjónin Halla Oddný Magnúsdóttir, viðburða-og skipulagsstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, eignuðust son í síðustu...

Þórhildur og Sævar skírðu soninn

Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, hugbúnaðarsérfræðingur, og Sæ­var Helgi Braga­son, stjörnu­fræðingur og vísinda­miðlari, gáfu syni sínum nafn um helgina.Son­ur­inn...

Nýtt í dag

Þórdís Kolbrún gjörsigraði:- Haraldur sagðist hætta

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði í próf­kjöri flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi....

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -