Miðvikudagur 3. ágúst, 2022
10.1 C
Reykjavik

Ugla Stefanía svarar Sigmundi fullum hálsi: „Illa ígrunduð yfirhylming og vanþekking“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og baráttukona fyrir réttindum transfólks gagnrýnir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, harkalega vegna ummæla sem hann viðhafði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Hún segir málflutning hans bera vott um „vanþekkingu og vanþóknun“ á réttindabaráttu hinsegin fólks.

Þingmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Helga Vala Helgadóttir voru gestir Heimis Karlssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar ræddu þau þátt Alþingis í réttindabaráttu hópa, umburðarlyndi í samfélagsumræðu og þróun íslenskrar tungu. Sérstaklega var rætt um breytta heimsmynd og þróun í málum hinsegin fólks, til að mynda með lögum um kynrænt sjálfræði.

Ugla Stefanía, sem er fyrrum formaður Trans Ísland, skrifaði færslu á Facebook eftir þáttinn þar sem hún gagnrýnir orðræðu Sigmundar Davíðs harðlega. Hún segir hann hafa farið „með allskonar fleipur um lög um kynrænt sjálfræði“ og talað „ítrekað niður til réttindabaráttunnar, eða aktívisma, og mikilvægi hennar í tengslum við lagasetningar.“

Hún minnist sérstaklega á ummæli Sigmundar um að hópar aktívista hafi skrifað lög um kynrænt sjálfræði og að löggjafinn hafi afsalað sér völdum til þeirra.

 

Mikil vinna ýmissa sérfræðinga að frumvarpinu

„Þetta er auðvitað stórkostlega mikil þvæla — og líka gríðarleg vanvirðing við það starf sérfræðinga og fagfólks sem kom að smíðum frumvarps um kynrænt sjálfræði.

- Auglýsing -

Sá hópur sem kom að smíðum þessa frumvarps var fólk úr grasrótinni, lögfræðingar, kynjafræðingar, félagsfræðingar, siðfræðingar, þingfólk, og sprenglært fólk og aðrir sérfræðingar í málefnum hinsegin fólks,“ segir Ugla Stefanía.

Hún áréttar að vinnan við frumvarpið hafi tekið hátt í fjögur ár. Ríkt samráð hafi verið haft „við allar helstu stofnanir, hagsmunafélög, kvenréttindafélög og önnur mannréttindasamtök.“ Hún segir að það að Sigmundur Davíð smætti vinnu þessara hópa niður í „hóp aktívista“ lýsi „engu nema vanþekkingu og vanþóknun hans á réttindabaráttu hinsegin fólks.“

Hún lýsir því að um leið og frumvarpið hafi farið í hendur ráðuneytis og til afgreiðslu á Alþingi hafi það verið komið úr höndum þessara hópa. Þá hafi tekið við nefndavinna, umræður í þinginu og loks atkvæðagreiðsla. Hún bendir á að í meðförum þingsins hafi margt breyst í frumvarpinu.

- Auglýsing -

Hún segir að í atkvæðagreiðslu taki þingfólk meðvitaða ákvörðun um frumvarpið út frá því ferli sem hafi átt sér stað og áliti sérfræðinga. Nær allt þingfólk hafi kosið með frumvarpi um kynrænt sjálfræði, að Miðflokknum undanskyldum.

 

Segir Sigmund seint geta talist kvenréttindafrömuð

Ugla segir þær staðhæfingar að lög um kynrænt sjálfræði stangist á við réttindi kvenna úr lausu lofti gripnar. Það hafi haft víðtækan stuðning allra helstu mannréttindasamtaka, til að mynda Kvenréttindafélags Íslands.

„Það hlýtur að teljast vandræðalegt fyrir SDG að gera sig út fyrir að vera verndari kvenréttinda — en kynjahalli hafði ekki verið meiri í hans ríkisstjórnartíð en síðan 1999, þar sem eingöngu þrjár af níu ráðherrum voru konur. Þess má geta að hann kaus líka á móti rýmkunar til þungunarrofs á sínum tíma, og getur því seint talist vera mikill kvenréttindafrömuður, þótt fátt sé nefnt,“ segir Ugla Stefanía.

„Sú tilraun til að grafa undan réttindabaráttu trans fólks og hinsegin fólks með vísun í kvenréttindi er því lítið annað en illa ígrunduð yfirhylming og vanþekking á þessum málaflokkum. Svona taktík er sambærileg þeim aðferðum þegar réttindum öryrkja og eldra fólks er etjað gegn innflytjendum og hælisleitendum. Þessar aðferðir eru því mjög lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.

Ég held það væri því betra að miðlar eins og Bylgjan myndu frekar ræða við raunverulega sérfræðinga sem búa yfir þekkingu á málaflokkum. Slíkt myndu skapa mun betri og málefnalegri umræður um þessi málefni sem eru til þess að upplýsa og fræða — í stað þess að hræða og afvegaleiða,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -