Þriðjudagur 5. desember, 2023
3.1 C
Reykjavik

Versta sviðmyndin að raungerast: „Ljóst að bankarnir ætla sér að þrýsta fólki fram af brúninni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fyrst stjórnvöld ætla sér ekki að grípa þar inn í þá VERÐUM við að láta í okkur heyra. Það er alveg ljóst að bankarnir ætla sér að þrýsta fólki fram af brúninni og þvinga okkur í að taka verðtryggð húsnæðislán. Þeir sem eiga lítinn hlut í sínum eignum munu horfa upp á verðtygginuna éta hann upp á örfáum misserum, lánið vaxa yfir verðið og sitja fastir eða missa húsnæðið sitt,“ segir Íris Dröfn Kristjánsdóttir í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Með færslunni birtir hún skjáskot af greiðsluseðli íbúðaláns hjá Landsbankanum.

 

Gæti verið mynd af blueprint og texti
Íris tekur fram að greiðsluseðillinn sem er birtur með færslunni er ekki hennar eigin. Mynd/skjáskot Facebook

Þar sést að af rúmlega 57 milljón króna láni er greidd hálf milljón í mánaðarlegar greiðslur af henni fara rúmar 10 þúsund inn á höfuðstól og tæp 490 þúsund í vaxtargreiðslur til bankans.

„Ef við horfum alveg raunsætt á stöðuna eins og hún er í dag þá eru launin ekki svo lág ef við berum okkur saman við nágrannaþjóðir. Það eru vextir bankanna og hátt verð á nauðsynjavörum sem eru að gera út af við meðal manninn* svo ég tali nú ekki um þá sem eru á lágmarkslaunum, ellilífeyrisþega og öryrkja,“ skrifar Íris Dröfn.

Hún bendir jafnframt á að Stjórnarráð Ísland hafi ekki uppfært neysluviðmið sín í fjögur ár, en þau eiga að gefa viðmið um hversu mikið einstaklingur þurfi til að lifa af, að húsnæðiskostnaði undanskildnum. Í október 2019 var sú upphæð 198.048 krónur og miðað við gefnar forsendur væru sú upphæð að öllum líkindum nær 250 þúsund krónum.

Íris Dröfn hvetur sem flesta til að opna á umræðuna um málefnið og viðhalda á málefnalegum nótum.

- Auglýsing -

Verðbólgan keyrð áfram af Seðlabankanum

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, birti nýverið pistil undir yfirskriftinni Stóra tilfærslan í boði Seðlabankans. Í pistilinum tekur hann fram að verðbólgan sé keyrð áfram á stýrivaxtahækkunum Seðlabankans og bendir á að þessu botnlausa dekri við fjármálakerfið verði að linna:

„Hreinar vaxtatekjur stóru bankanna þriggja jukust um 20% á milli ára og hafa aukist um 46% frá árinu 2021 þegar hreinar vaxtatekjur þeirra voru 77,2 milljarðar frá jan-sept. En eru nú 112,9 milljarðar.

Samanlagðar hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja fyrstu 9 mánuði, síðustu þriggja ára nema þannig um 284,3 milljörðum.“
No photo description available.
Með færslu sinni sýndi Ragnar greiningu á hreinum vaxtatekjum bankanna frá 2021-2023. Mynd/skjáskot
„Það er því miður að raungerst sem ég og fleiri höfum ítrekað varað við síðustu ár. Versta sviðsmyndin sem við teiknuðum upp er að raungerast,“ segir Ragnar og hvetur lesendur til að deila færslunni sé þeir honum sammála um að krefast afsagnar seðlabankastjóra og peningastefnunefndar.
Hér að neðan má sjá færslu Írisar Drafnar í heild:
Hér að neðan má sjá færslu Ragnars Þórs:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -