Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

„Við stefnum inn í pestavetur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ljóst að Íslendingar stendi inn í mikinn pestavetur þennan vetur. Ástæðan er sú að pestirnar hafa legið í dvala á meðan fólk hefur haldið sig til hlés vegna covid-19 en koma nú inn af miklum þunga og blandast saman.

„Ef spár ganga eftir má reikna með talsvert miklu álagi á heilbrigðiskerfið af völdum algengra pesta á næstunni. Þetta geta verið Covid-19, inflúensa með hátum hita og beinverkjum og svo venjulegar leikskólapestir með til dæmis nefrennsli og slappleika. Allt getur þetta blandast saman svo erfitt getur reynst að greina hvers eðlis veikindin eru. Því er mikilvægt sem aldrei fyrr að fólk fari í covidpróf við minnstu einkenni. Við stefnum inn í pestavetur,“ sagði Óskar í samtali við Morgunblaðið.

Óskar segir að inflúensan fari yfirleitt að láta á sér krælega í janúar og febrúar. Sökum þess að Íslendingar veikjast nú síður vegna kórónuveirunnar er covid-19 lúmskara nú og meiri hætta á útbreiðslu veirunnar. Óskar útilokar ekki að fleiri örvunarskammta þurfi til og jafnvel reglulega skammta til framtíðar.

Óskar hefur áhyggjur af þeim stóra hópi þjóðarinnar sem ekki hefur mætt í neinar sprautur en það eru um 30 þúsund Íslendingar. Hann er að skipuleggja ferðir heilbrigðisstarfsfólks út á vinnustaði og skóla til að ná til óbólusettra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -