Laugardagur 30. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Vill að Vinstri grænir fari niður í „Pilsnerfylgi“: „Flokkurinn á sér því tæplega tilverurétt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Er stutt í að sögu VG ljúki?“ spyr Björn Birgisson í nýrri Facebook-færslu og segir að það megi gera ráð fyrir því. Vitnar hann í kveðjuorð Guðmundar J. Guðmundssonar, til flokksins.

Grindvíski samfélagsrýnirinn Björn Birgisson segir í nýrri færslu á Facebook að Vinstri grænir hafi „núorðið nánast ekkert eftir á stefnuskránni til að svíkja.“ Þar veltir hann fyrir sér mögulegum endalokum flokksins og vitnar í Guðmund J. Guðmundsson, sagnfræðing og menntaskólakennara sem kveður flokkinn með þeirri ósk að sögu hans ljúki í næstu kosningum.

Færsluna má lesa hér að neðan:

„Er stutt í að sögu VG ljúki?

Það má alveg gera ráð fyrir því.
Flokkurinn á núorðið nánast ekkert eftir á stefnuskránni til að svíkja.
Hér kveður Guðmundur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og menntaskólakennari flokkinn.
**********
„V.G. varð til á sínum tíma á ákveðnum forsendum. Ýmislegt af því sem flokkurinn hefur hins vegar tekið þátt í á síðustu árum bendir til að þær forsendur séu að mestu brostnar og flokkurinn eigi sér því tæplega tilverurétt.
Okkur sem glæpst höfum á að kjósa flokkinn á síðustu árum ber skylda til að gera okkar til þess að sögu hans ljúki í næstu kosningum og hann fari niður í Pilsnerfylgi.
Það mun hins vegar ekki væsa um ráðherra flokksins, þau fá örugglega þægilegt sendiherrastarf einhvers staðar.
Það er hins vegar fróm ósk þess sem þetta skrifar að það verði í Langtbortistan“.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -