Miðvikudagur 4. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Vinnueftirlitið viðurkennir lögbrot

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enginn læknir hefur verið starfandi hjá Vinnueftirlitinu síðastliðin fjögur ár, þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í lögum.

Vinnueftirlit Ríkisins hefur ekki haft lækni á stofnuninni frá því að Kristinn Tómasson hætti þar árið 2019. Skýrt er kveðið á um í lögum að Vinnueftirlitið hafi lækni í sinni þjónustu.

Hér má sjá 68. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum:

68. gr.

[Vinnueftirlit ríkisins skal hafa í þjónustu sinni lækni sem hefur sérþekkingu er tengist starfinu.] 1)

Verkefni hans er:
a. að vera tengiliður Vinnueftirlits ríkisins við heilbrigðisyfirvöld,
b. að veita forstöðu atvinnusjúkdóma- og heilsugæsludeild, sbr. 73. gr. laga þessara,
c. að sjá um, að haldin sé skrá yfir atvinnusjúkdóma, vinnuslys og eitranir, sbr. 78. gr., staflið f og 81. gr. laga þessara,
d. að vinna að þeim málum öðrum, er snerta heilbrigði og heilsuvernd starfsmanna, eftir nánari ákvörðun [forstjóra] 1) Vinnueftirlits ríkisins.

- Auglýsing -

Mannlíf sendi fyrirspurn um málið á Vinnueftirlitið og Vera Einarsdóttir upplýsingafulltrúa stofnunarinnar svaraði. Viðurkenndi hún í svari sínu að Vinnueftirlitið færi ekki að lögum hvað varðar það að hafa starfandi lækni á stofnuninni. Auglýst hafi verið eftir lækni í tvígang, 2020 og 2021 en að umsóknarferlunum hafi lokið án ráðningar. „Í kjölfar þess var ákveðið að leita út fyrir stofnunina til sérfræðilækna og heilbrigðisstofnana, þegar þörf væri á.“

Vera sagði einnig að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi árið 2022 lagt til lagabreytingu „um að ekki yrði kveðið á um í lögum hvers konar sérfræðiþekking stofnunin hefði yfir að ráða hverju sinni“ en að frumvarpið hafi ekki hlotið brautargengi. Bætti hún við: „Það er þó enn vilji til að gera umrædda breytingu og þykir það vera í betra samræmi við nútímaskipulag stofnana að kveða ekki á um innra skipulag þeirra í lögum. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel hjá stofnuninni en ekki hafa komið upp mál að undanförnu sem hafa kallað á að vera með lækni innanborðs.“

Um hlutverk Vinnueftirlitsins sagði Vera eftirfarandi:

- Auglýsing -

„Hlutverk Vinnueftirlitsins er fyrst og fremst að hafa forystu um forvarnir og fræðslu um vellíðan og öryggi á vinnustöðum, svo og að sinna vettvangsathugunum og skoðunum á vinnuvélum. Þverfagleg teymi starfa að þessum verkefnum innan stofnunarinnar.“

Samkvæmt heimildarmönnum Mannlífs nýtti Vinnumálastofnun sérfræðinga utan stofnunarinnar á þeim árum sem Kristinn Tómasson starfaði þar enda ekki hægt að ætlast til þess að hann hefði sérfræðiþekkingu á öllu sem kæmi á borð hans. Það sé því ekki nýtt en að læknir sé nauðsynlegur til að sinna öðrum verkefnum sem honum ber, lögum samkvæmt, að gera.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -