Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Gríðarlegur launamunur er á Íslandi: Fjárfestir með 15 milljónir á mánuði en öryrki með 250 þúsund

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í stuðningshópi Íslendinga á Reddit er umræðuþráður þar sem meðlimir ræða launakjör landsmanna. „Við hvað vinnið þið og hvað eruð þið með í mánaðarlaun fyrir skatt?“ spyr einn meðlimur hópsins. Sá sem er með langhæstu launin segir sig vera ómenntaðann fagfjárfesti með 13 til 15 milljónir í laun fyrir skatt.

Lögmaður í einkageiranum er með 800 þúsund kr fyrir skatt en segir launin mega vera hærri: „Þetta mætti nú alveg vera hærra. Er ekki í námi.“ Þá er lögfræðingur sem starfar fyrir ríkið með rúma milljón útborgað fyrir skatt. Slökkviliðsmaður í dagvinnu og stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg eru með svipuð laun eða um 600 þúsund fyrir skatt. Starfsmaður við tölfræði og tölvumál í dagvinnu segir sig vera með útborgaða milljón eftir skatt og tölvunarfræðingur í einkageiranum með 1,3 milljónir, starfsmaður í fjarvinnu hjá erlendu fyrirtæki í tæknigeiranum fær 1,8 milljón.

Lyfjafræðingur hjá einkareknu fyrirtæki er með 700 þúsund í laun fyrir skatt og rekstrarstjóri á veitingastað með 620 þúsund. Þá er viðskiptafræðingur í starfi hjá ríkinu með rétt yfir milljón í laun.

 

Öryrki, starfsmaður á bæjarreknu öldrunarheimili, í hlutastarfi og námsmaður á styrk eru með lægstu launin frá 250 til 280 þúsund í laun á mánuði fyrir skatt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -