Íslenskir feður uggandi yfir framtíð sinni: „Eru mæður fullgildir foreldrar?“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Heitar umræður hafa skapast um barneign Ölmu Glóð Kristbergsdóttur sem ákvað að eignast barn ein með aðstoð gjafasæðis. Hún er 22 ára gömul og var hún þar með yngsta konan á Íslandi sem farið hefur í gegnum tæknifrjóvgun af þessu tagi.

Það eru ekki allir á eitt sáttir að mögulegt sé að fara þessa leið án þess að eiga maka. Í kjölfar birtingu viðtalsins sköpuðust skrautlegar umræður í hópnum Stjórnmálaspjallið á Facebook og spurningum á borð við „eru mæður fullgildir foreldrar í sjálfum sér“ fleygt fram. Þá var barneign Ölmu einnig rædd í hinum alræmda hópi Karlmennskuspjallið á Facebook.

Í báðum hópunum stofnar Arnar Sverrisson sálfræðingur til umræðunnar. Í fyrrnefnda hópnum skrifar hann undir færslu sína:

„Hin fagra veröld án feðra. Á líðandi stundu eru feður feigðarfé, mæðrum og börnum til óþurftar. Enn má þó notast við þá sem sæðisgjafa, svo og til framfærslu, hvort tveggja sem meðlags- og skattgreiðendur. Að óbreyttu mun kvenfrelsunardraumurinn um gyðjusamfélagið rætast fyrr en varir, þ.e. draumurinn um kvenveldið, þar sem fjöldi karla er takmarkaður við u.þ.b. tíu af hundraði til undaneldis og til óþrifa- og áhættustarfa. Verulegur hluti barna elst nú þegar upp, án föður, og sum þeirra kannast einungis við karlmann af afspurn eða af myndum eins og risaeðlur væru.“

Kristinn Sigurjónsson, sem rekinn var úr lektorsstöðu við Háskólann í Reykjavík fyrir ósmekkleg ummæli um kvenfólk, er einn þeirra sem tjáir sig um tæknifrjóvgun Ölmu.

Kristinn Sigurjónsson fyrrverandi lektor við HR.

„Verður þetta ekki þannig í framtíðinni að femínistar verði bara klónaðir? Þær þurfa þá ekki að velja um hára- eða húðlit, né hæð eða kynþátt. Nú velja þær hvort þær vilja stjórnmálafemínista, stjórnunarfemínista, öfgafemínista o.s.frv. Það verður þeim léttir að þurfa ekki að velja tálmunarfemínista, því nú eiga þær börnin ein. Þá verða karlar alveg óþarfir í þetta verk. Þá er hægt að halda þeim við erfiðis- og skítaverk eins og t. d. sjómennsku,“ segir Kristinn.

Og Sigurbjörn nokkur tekur undir og segir þetta ekki eigi að eiga sér stað, þetta sé sjálfselska og vanvirðing gagnvart ófæddu barni.

Sveinn er aftur á móti ekki sannfærður um að konur vilji alfarið losna við karla. Hann spyr Kristinn: „Heldur þú að konur verði sáttar þegar engir karlmenn eru eftir á jörðinni, hverjum á þá að kenna um endalaus vandræði kvenna?

Sjöfn tekur upp hanskann fyrir Ölmu og segir hana vera gera vel í sínu lífi og þykir þessi umræða afar lágkúruleg. „Og vandamálið er sem sagt konur sem kjósa að eiga börn án karlmanns? Þetta er með því lágkúrulegasta sem ég hef lesið. Það er svo frábært að konur, karlar og fólk sem skilgreinir sig ekki konu né karl, að allar persónur hafi sinn eigin ákvörðunarrétt um hagi lífs síns. Líttu á björtu hliðarnar, fleira fólk verður hamingjusamara. Fjölbreytileikinn er svo fallegur og magnaður,“ segir Sjöfn.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -