Laugardagur 27. maí, 2023
4.8 C
Reykjavik

Íslensku forsetahjónin verða viðstödd er Kalli verður krýndur – Danadrottning mætir ekki

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid forsetafrú, munu ferðast til London í byrjun næsta mánaðar til að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs.

Engum ráðherrum var boðið á krýninguna; kemur fram í skriflegu svari skrifstofu Forseta Íslands við fyrirspurn fréttastofu Vísis.

Kemur fram að krýningarathöfnin fer fram þann 6. maí næstkomandi og þar verða þjóðhöfðingjar heimsins viðstaddir.

Boðið var eingöngu sent á þjóðhöfðingja og verða því engir ráðherrar ríkisstjórnarinnar viðstaddir.

Einnig er sagt frá að ekki sé fyrirhuguð þátttaka forsetahjónanna í opinberum viðburðum ytra – öðrum en krýningarathöfninni í Westminster Abbey og móttöku í tengslum við hana í Buckinghamhöll; engir starfsmenn forsetaembættisins munu fylgja þeim út til Englands, en skrifstofa forseta á hisn vegar og eðlilega í góðu samstarfi við sendiráð Íslands í London, sem aðstoðar forsetahjónin eftir þörfum.

Sagt var frá því í dönskum fjölmiðlum í dag að Margrét Þórhildur Danadrottning yrði ekki viðstödd athöfnina; hún er að jafna sig eftir aðgerð á baki sem hún undirgekkst nýverið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -