Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Íslenskur keppandi varð Evrópumeistari í kraftlyftingum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sóley Margrét Jónsdóttir hampaði í dag Evrópumeistaratitli í kraftlyftingum með búnaði; keppnin fór fram í Thisted í Danmörku.

Sóley er í +84 kg flokki; lyfti samtals 660 kg í dag.

Önnur varð Valentyna Zahoruiko frá Úkraínu; hún lyfti 622,5 kg.

Sóley er einungis 22 ára gömul og gæti því keppt í unglingaflokki í heilt ár í viðbót;  hún keppti í flokki fullorðinna í dag; hlaut einnig gull í hnébeygju, þar sem hún lyfti 270 kg, og bekkpressu þar sem 182,5 kg var lyft.

Í réttstöðulyftu reif Sóley 207,5 kg; dugði henni til silfurs í greininni.

Þá varð varð Alex Cambray Orrason fimmti í -93 kg flokki karla; lyfti samanlagt 795 kg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -