Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Jódís á Alþingi: „Það getur ekki staðist að þessu verði þrýst í gegn að kröfu erlendra fjárfesta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jódís Skúladóttir þingmaður VG gagnrýndi innviðaráðherra á Alþingi fyrir að virða að vettugi óskir Seyðfirðinga varðandi fiskeldi á Seyðisfirði.

Fyrirtækið Ice Fish Farm hyggst reisa 10 þúsund tonna eldi í Seyðisfirði; er málið afar umdeilt; hefur mætt mikilli á meðal Seyðfirðinga.

Nýverið staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tillögu svæðisráðs Austfjarða að strandsvæðisskipulagi fyrir Austfirði; er gert ráð fyrir sjókvíaeldi í Seyðisfirði.

Jódís Skúladóttir tók málið upp á Alþingi; sakaði ráðherra um að virða ekki óskir heimamanna.

„Ég er hingað komin rétt einn sprettinn til að ávarpa þann hrylling sem er að gerast í mínu sveitarfélagi, það er að segja áform um fiskeldi í Seyðisfirði.

Hæstvirtur innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, staðfesti á dögunum tillögu svæðisráðs Austfjarða að strandsvæðaskipulagi fyrir Austfirði.

- Auglýsing -

Það er með ólíkindum að hvorki stjórnvöld, sveitarfélög eða nokkur geti hlustað á 75% íbúanna sem hafna þessu. Það getur ekki staðist að þessu verði þrýst í gegn að kröfu erlendra fjárfesta.

Hér koma þingmenn dag eftir dag og tala um örmagna þjóð, uppgefin ungmenni í menntaskólum og slæma stöðu geðheilbrigðismála.

Staðan er sú að við erum öll að hlaupa á eftir einhverri arðsemiskröfu.

- Auglýsing -

Það þarf að keyra yfir lýðræði, það þarf að keyra yfir allt til þess bara að mæta þessari þörf,“ sagði Jódís sem biðlaði til þingmanna norðausturkjördæmis að standa með íbúum sveitarfélagsins.

„Sameining Múlaþings byggði á því að hvert sveitarfélag fengi að halda sínum séreinkennum. Á Seyðisfirði hefur árum og áratugum saman verið unnið að uppbyggingu menningar, lista, náttúruverndar og svo mörgu öðru. Það er talað um fjölbreytt atvinnulíf; í Seyðisfirði er fiskvinnsla, þar er landbúnaður og engin eftirspurn eftir fiskeldi nema frá erlendum fjárfestum. Sveitarstjórnarfólk og við hér á þingi verðum að standa í lappirnar til að stoppa þetta,“ sagði Jódís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -