Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Jón Gunnar rifjar upp sáran systurmissi: „Að lifa með sorginni er bara ótrúlega erfitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Gunnar Geirdal, athafna- og fjölmiðlamaður, segir það ótrúlega erfitt að lifa með sorginni eftir að hafa misst systur sína, Ölmu Geirdal, úr krabbameini í september síðastliðinum.

Alma lést 19. september síðastliðinn á líknardeild, 41 árs að aldri. Banamein Ölmu var brjóstakrabbamein, sem hún greindist með aðeins 38 ára gömul. Eftir meðferð var hún krabbameinslaus í tæp tvö ár en þá greindist hún aftur og gaf meinið enga vægð. Alma var ætíð opinská með veikindi sín og hélt meðal annars úti hópi á Facebook, Alman vs. cancer, þar sem hún skrifaði nær daglega hugleiðingar sínar um veikindin og daglegt líf.

„Fimm dögum seinna held ég í höndina á henni þegar síðasti andadrátturinn hverfur úr henni sem var alveg ótrúlegt“

Jón Gunnar rifjar upp systurmissinn í viðtali í Einkalífinu á Vísi. Hann segir systur sína hafa farið alltof fljótt. „Hún greinist fyrir rúmlega tveimur árum síðan og fær síðan fjögur ár eftir ólifuð fyrir rúmu ári síðan sem urðu síðan bara einhverjir tíu mánuðir. Þetta var bara á ljóshraða. Mér finnst ótrúlega skrýtið að hún sé ekki til staðar og það eru bara misgóðir dagar í þessu. Ég held að tíminn lækni enginn sár, maður lærir bara að lifa með þessu. Þetta er bara ótrúlega erfitt, að lifa með sorginni,“ segir Jón.

Jón segir að þau systkinin hafi verið ótrúlega náin og því hafi missirinn verið svo sár. Alma veiktist alvarlega mánudaginn 14. september og hún lést fimm dögum síðar. „Það er skrýtið að vera byrjaður að syrgja einhvern áður en hann er farinn. Svo þegar þetta skeði þá var þetta mikið högg. Hún fer inn á líknardeild á mánudegi og síðan fimm dögum seinna held ég í höndina á henni þegar síðasti andadrátturinn hverfur úr henni sem var alveg ótrúlegt og erfitt að lýsa þessu,“ segir Jón.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -