• Orðrómur

Jón spyr hvort þetta sé ekki komið gott í bólusetningu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi þingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Frjálslynda flokkinn, spyr á Facebook hvort þetta sé ekki komið gott í bólusetningu. Hann vill gera hana valfrjálsa fyrir þá sem eru eftir, alla undir 50 ára aldri.

Jón var áberandi um páskana þegar hann barðist gegn vistun ferðalanga á sóttkvíarhótelinu en hann var lögmaður konu sem kærði vistunina. Dómarinn dæmdi þeim í hag sem endaði svo með því að Alþingi þurfti að bregðast við. Nú þurfa einungis sumir að fara á sóttkvíarhótelið.

Nú spyr Jón: „Þegar búið er að bólusetja viðkvæmustu einstaklinganna og fólk allt niður undir fimmtugt er þá ekki kominn tími til að fólk fái að ráða því sjálft hvernig það hagar eigin sóttvörnum?“

- Auglýsing -

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur skrifar athugasemd og reynir að fá hann af þessu. „Jón minn, einkaumferðarlög eru rugl.“ Því svarar Jón fullum hálsi: „Ég hélt, minn kæri, að samkvæmt þinni pólitísku hugmyndafræði frá því í frumbernsku, þá væri miðað við að treysta einstaklingunum í stöðugt meira mæli í anda hugmyndafræðinga eins og Alexandrovich Bakunin, en ég hélt að þú hefðir drukkið í þig kenningar hans. Er ekki svo, kæri vinur?“

Því svarar Guðmundur: „Rugl verður ekki bætt með meira rugli“ og ítrekar að þar eigi hann við um hugmynd Jóns.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -