Sunnudagur 28. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Jón Viðar gagnrýnir Verbúð: „Ég er hættur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þið ráðið auðvitað hvað þið gerið, ágætu FB-vinir, en ég er hættur,“ skrifar Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi í gærkvöld.
Sjónvarpsþáttaröðin Verbúð hefur fengið gríðarlega umfjöllun en fimmti þáttur af átta var sýndur í gær.
Þá hafa verið skrifaðir pistlar um þættina þar sem fólk veltir fram hinum ýmsu vangaveltum.
Jón Viðar er ekki á sama máli og segist vera hættur að horfa á Verbúð eftir þátt gærkvöldins.
Skrifaði hann færslu á Facebook síðu sína sem er svohljóðandi:

„Hafi einhvern tímann verið heil brú í þessari Verbúð þá er hún farin lönd og leið eftir þennan fimmta þátt sem sýndur var í kvöld.  Hvað þarna er að?  Jú, það vantar bara alla sálfræðilega undirbyggingu í aðalpersónurnar og alla samfellu og heildarsýn í plottið svo að atriði detta dauð niður slag í slag.  Til að halda áhorfendum við efnið kunna höfundar þá engin ráð önnur en að búa til óvæntar uppákomur sem gerast einhvern veginn upp úr þurru og hafa jafnvel engar afleiðingar: slys af öllu mögulegu tagi og núna síðast sjónvarpsslys.  Engin aðalpersóna vekur áhuga; það er helst að sumir leikarar í minni hlutverkum geri það gott; ég nefndi nokkra hér í færslu um daginn og get bætt við: Benni Erlings var kostulegur sem Denni Hermanns, Hinrik Ólafsson vakti líka athygli, leikari sem mætti sjást oftar.  Ég heyri sumsstaðar að fólk vill gefa þeim Vesturporturum prik fyrir þarfa ádeilu á siðlausa pólitík og lýsingu á tíðaranda, ég skil svo sem það sjónarmið, en allt slíkt er til lítils ef ekki er byggt á öðru en klisjum og reyfaratöktum; ef það slær hvergi neitt lifandi hjarta í dramanu.  Steininn tók svo úr í lokaatriði þáttarins, sem átti að sýna sjónvarpsþátt með Hemma Gunn; ég hef hreinlega ekki geð í mér til að fara nánar út í það sem þar var boðið upp á, svo ótrúverðugt, ósmekklegt og yfirgengilegt sem það var. Þið ráðið auðvitað hvað þið gerið, ágætu FB-vinir, en ég er hættur, enda nóg framboð af miklu betri seríum bæði á RÚV-vefnum og Netflix, kjósi maður að eyða tíma sínum í hám!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -