Miðvikudagur 4. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Jónmundur fyrrum bæjarstjóri: Dæmdur fyrir „meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjálfstæðismaðurinn og fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, Jónmundur Guðmarsson,  var dæmdur fyrir „meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum,“ – en svo segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness.

Tildrög þessa máls eru þau að Jónmundur var eigandi samlagsfélagsins Polygon; voru skattframtöl félagsins fyrir árin 2014 til 2016 tekin til endurskoðunar, vegna þess sem talið er vera tilhæfulaus kostnaður sem færður hefði verið í reikninga félagsins, en í ákæru héraðssaksóknara sagði að rekstrargjöld hefðu verið oftalin; nam upphæðin 95 milljónum íslenskra króna.

Fyrrum bæjarstjórinn krafðist sýknu; til vara vægustu refsingar, og vísaði Jónmundur til þess að hann hefði haft frumkvæði að því að láta færa bókhald félagsins að nýju; leggja fram endurgerða ársreikninga sem og skattframtöl.

Engu að síður var niðurstaða dómsins sú „að við ákvörðun refsingar skuli leggja til grundvallar að offramtalin rekstrargjöld Polygon slf. á tímabili ákæru hafi numið 61.471.819 krónum.“

Einnig er rakið að ákærða hafi ekki áður verið gerð refsing; en að hann sé sakfelldur fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum.

Jónmundi til málsbóta „horfir að hann hefur að langstærstum hluta játað brot sín og þá sýndi hann fulla samvinnu við rannsókn málsins.“

- Auglýsing -

Hæfileg refsing var talin vera 7 mánaða skilorðsbundið fangelsi; sem fellur niður að tveimur árum liðnum, og Þá skuli Jónmundur greiða tæpar 67 milljónir íslenskra króna í sekt í ríkissjóð.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -