Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Jórunn öskureið vegna ógnandi hjólreiðamanns: „Hann kallaði mig HELVÍTIS PÍKU“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jórunn Sjöfn Guðlaugsdóttir, íbúi í Vesturbænum, er öskureið hjólreiðamanni sem hreytti í hana fúkyrðum og sýndi ógnandi tilburði á göngustíg við Ægisíðu nú í morgunsárið. Hún spyr hvort þessari riddarar götunnar telji sig eiga götustígana skuldlausa.

Jórunn lýsir reynslu sinni í göngutúr hennar á göngustíg inni í grúbbu hverfisbúa Vesturbæjar Reykjavíkur á Facebook. Hún segist ekki vön að taka þátt í umræðum í samfélagsmiðlahópum en í þetta sinn hafi hún bara ekki getað setið á sér. „Ég get ekki orða bundist og verða að deila þessari reynslu. Ég legg það í vana minn að ganga hægra megin því mér var kennt að þær væru reglurnar og því gerði ég það einnig í dag. Ég skal ekki segja kannski var ég ekki alveg útá ystu nöf en ég á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því svo lengi sem ég er hægra megin. Ég meira að segja reyni að labba á grasinu ef það er hægt. Maður á racer kemur hjólandi og bölvar mér og sakar mig um að labba ekki nægjanlega til hægri. Plássið var nóg og enginn nálægt okkur þannig að hann hafði nóg pláss til að fara fram úr mér,“ segir Jórunn og heldur áfram:

„Hann byrjaði á að bölsóttast útí það að ég hefði ekki verið nægilega til hægri. Ég kippti mér ekki mikið uppvið þetta í fyrstu en hann hélt áfram snéri við og kom uppað mér trekk í trekk og hélt áfarm að gjósa yfir mig. Ég gat ekki orða bundist og gerði honum grein fyrir því að í raun væri réttur gangandi vegfarenda 100 prósent á göngustígum og hjólreiðafólk ætti að víkja og hægja á sér (en nei ef þú ert á racer þá er það nottla ekki hægt í hans tilfelli). Hann kallaði mig HELVÍTIS PÍKU og ég hélt að þar endaði slagurinn.“

Jórunn segir að þar hafi slagurinn svo sannarlega ekki endað. Fjölmargir íbúar hverfisins hafa fordæmt hegðun hljólreiðarmannsins. „NEI hann hélt áfram að snúa við og hjóla í áttina að mér (mjög nálægt) og bannaði mér að halda áfram að ganga því þá væri ég ekki að virða 2. metra regluna og væri komin of nálægt honum. Ég væri því að brjóta sóttvarnarlög að auki. Göngutúrinn sem átti að létta mér lundina þennan 2. dag aðventu endaði í reiði, biturð og hnút í maga. Ég veit ég á að senda þessum manni í APPELSÍNUGULA RACER GALLANUM (hjólandi á milli 11:15 og 11:30 í austur átt) ljós og vona að hann fá bata því hann er augljósa mikið veikur eða e-ð mikið er að. Samt sem áður er þetta ekki í lagi og ég spyr sjálfan mig að því hvort eldri hjónin sem gengu aðeins á undan mér hafi fengið sömu útreið frá þessum riddara götunnar sem telur sig EIGA stígana skuldlaust,“ segir Jórunn. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -