Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Klikkaður kjúklingaréttur á núll einni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljúffengur og einfaldur réttur og þægilegur í matreiðslu.

Kjúklingaleggir með portúgalskri kryddblöndu
fyrir 4

1 msk. reykt paprika
1 tsk. cayenne-pipar
1 tsk. kummin
1 ½ msk. óreganó
60 ml ólífuolía
2 msk. rauðvínsedik
1 msk. púðursykur
1 ½ tsk. sjávarsalt
½ tsk. svartur pipar
3 hvítlauksgeirar, maukaðir
700 g kjúklingaleggir
2 miðlungssneiðar hvítt brauð, skorpan tekin af og
rifið niður í bita
80 ml vatn
sítrónusneiðar til að bera fram

Hitið ofn í 250°C. Blandið saman reyktri papriku, cayenne-pipar, kummin og óreganó í stóra skál. Bætið saman við ólífuolíu, 1 msk. af rauðvínsediki, púðursykri, salti, pipar og blandið saman. Takið 2 msk. af kryddleginum og setjið í litla skál til hliðar. Bætið hvítlauk og kjúklingaleggjum saman við kryddlöginn í stóru skálinni og nuddið vel saman við kjúklinginn með höndunum, passið að þvo hendur vel á eftir. Setjið kjúklinginn á bökunarplötu með bökunarpappír og bakið í ofni í 15-18 mín. eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Á meðan kjúklingurinn er að eldast gerið sósu með því að setja brauð, vatn, kryddlöginn sem settur var til hliðar og 1 msk. af rauðvínsediki í matvinnsluvél og maukið saman þar til allt hefur samlagast vel. Berið kjúklingaleggina fram með sósunni og sneiðum af sítrónu til að kreista yfir þá.

Mynd / Unnur Magna

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -