Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Krabbameinsfélagið viðurkenndi tug milljóna króna bótaskyldu á afmælisdegi konunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Krabbameinsfélagið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli konu sem fékk ranga greiningu í skimun við leghálskrabbameini hjá félaginu árið 2018. Mál 11 kvenna sem fengu ranga greiningu í skimun hjá félaginu eru nú á borði Embættis landlæknis af þeim eru nú þrjár látnar.

Konan sem félagið hefur viðurkennt sig bótaskylt gagnvart er nú langt leidd af krabbameini fékk fréttirnar í dag á afmælisdeginum sínum.  Sævar Þór Jónsson, lögmaður kvennanna greindi frá viðurkenningu Krabbameinsfélagsins í Speglinum í kvöld og segir að skaðabæturnar sem hún fær greiddar hlaupa á tugum milljónum króna.

„Tryggingafélag Krabbameinsfélagsins hefur viðurkennt bótaskyldu umbjóðanda míns sem upphaflega byrjaði þetta mál. Þetta þýðir að það er viðurkennt að það hafi átt sér stað brotalöm hjá Krabbameinsfélaginu er varðar málefni umbjóðanda míns. Tryggingafélagið lítur svo á að Krabbameinsfélagið séu skaðabótaskylt vegna þessara mistaka,“ sagði Sævar.

Í máli fjögurra kvenna sem eru taldar hafa fengið ranga greiningu í leghálsskimun 2018 er farið fram á skaðabætur.

Sævar sagði mikinn léttir fyrir konuna að fá fréttirnar í dag en segist ekki geta sagt til um áhrifin sem niðurstaða í máli hennar hefur á mál annarra kvenna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -