Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Kraftaverkasaga Maríu: Frá Kleppi yfir í fremstu röð – Vill skora heimsmeistara á hólm

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

María Lúðvíksdóttir var greind með geðklofa og árið 2017 var hún inni á Kleppi í langtímavistun. Hún ákvað að finna sér áhugamál sem tengdist hreyfingu og kraftlyftingar heilluðu hana. María setti sig í samband við þjálfarann Jens Andra Fylkisson og síðan þá hafa ótrúlega ævintýri átt sér stað. Fjallað var um sögu Maríu á íþróttadeild RÚV.

Fyrsta æfingin var erfið og mikið af fólki var í salnum. María segir:

„Ég var að glíma við félagsfælni og fannst fólkið vera svo yfirþyrmandi. En svo bara einhvern veginn kemst maður í gegnum það. Þetta fer frá því að vera ókostur í yfir í það að hjálpa manni. Það er gott að finna stuðninginn frá fólkinu. […] Síðan hef ég unnið bug á félagsfælni. Mér líður bara alltaf vel þegar ég kem í Sporthúsið, þá er bara eins og ég sé að koma heim.“

Jens sá fljótt að töggur var í Maríu og kom í ljós að hún var ofboðslega sterk. Jens segir:

„Lyftingarárangurinn er eitt, en andlegi árangurinn er margfalt meiri. Þetta er ekkert sama konan og gekk hérna inn. Hún er allt öðru vísi í dag. Félagsfælni er ekki til. Hún er bara hérna á pallinum klukkan fimm með 200 kíló á bakinu og gargar og gólar og allir að horfa, en henni er bara slétt sama. Hún er bara lang sterkust hérna og fólkið horfir á hana og hvetur hana áfram og hún kippir sér ekkert upp við það.“

María segir að hún nýti sér kraftinn úr sjúkdómnum.

- Auglýsing -

„Þetta er ekki neikvætt heldur jákvætt. Þetta er ekki löstur, heldur kostur. Það er kostur að geta notað kraftinn úr geðveikinni  og tekið á því á stönginni.“

María tók þátt í Íslandsmótinu í september síðastliðnum og þá gerðist það í fyrsta sinn að tvær konur fóru yfir 500 kíló samanlagt en þá var keppt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Þá setti María Íslandsmet í bekkpressu á Reykjavíkurleikunum. María er hvergi nærri hætt, nú stefnir hún á að keppa við heimsmeistarann sjálfan, Bonicu Brown.

„María á alveg séns í hana. Bara gefa henni smá tíma,“ sagði Jens Andri Fylkisson en hér má horfa á myndbandsviðtal við Maríu og Jens.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -