2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Liðsmenn Sigur Rósar ákærðir í skattsvikamáli

Liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik. Þeim eru gefið að sök að hafa ekki talið fram tekjur eða arðgreiðslur. Sjálfir hafa meðlimir hljómsveitarinnar haldið fram sakleysi sínu í málinu.

Greint er frá málinu á vef RÚV þar sem ákærurnar eru raktar. Þrír hljómsveitarmeðlimir, þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, sem reyndar hefur sagt skilið við hljómsveitina, eru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot fyrir að hafa skilað inn efnislega röngum skattframtölum á árunum 2011 til 2014. Kjartan Sveinsson, sem einnig er hættur í hljómsveitinni, sætir einnig ákæru.

Upphæðirnar sem um ræðir hlaupa á tugum milljóna króna. Fjórmenningarnar hafa allir neitað sök og segjast þeir hafa verið í góðri trú um að þeir sérfræðingar sem þeir höfðu ráðið til að sjá um sín fjármál hafi gert það með réttum hætti. Áður hafði verið greint frá því að eignir Sigur Rósar-liða hafi verið kyrrsettar vegna málsins.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is