2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Liðsmenn Sigur Rósar halda fram sakleysi sínu

Allir liðsmenn Sigur Rósar héldu fram sakleysi sínu í morgun.

Hljómsveitameðlimir Sigur Rósar neituðu sök þegar ákæra í skattsvikamáli á hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Núverandi og fyrr­ver­andi og liðsmenn Sig­ur Rós­ar, Jón Þór Birg­is­son, Georg Holm, Orri Páll og Kjart­an Sveins­son, eru ákærðir fyr­ir að telja ekki fram tekj­ur eða arðgreiðslur. Auk þess er einn end­urskoðandi ákærður. Eignir liðsmanna sveitarinnar hafa verið kyrrsettar á meðan á rannsókn málsins stendur.

„Ég er saklaus“, sagði Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari sveitarinnar. „Ég neita sök,“ sagði Kjartan Sveinsson .

Verjandi þeirra fékk frest til 20. maí til að skila greinargerð í málunum fjórum .

AUGLÝSING


Jón Þór Birgisson, söngvari sveitarinnar, og Georg Holm neituðu einnig sök.

Sjá einnig: Liðsmenn Sigur Rósar ákærðir í skattsvikamáli

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is