Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Lögreglan lýsir eftir egypsku fjölskyldunni – „Leyfið börnunum að koma til mín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

SR-sveit ríkislögreglustjóra hefur lýst eftir Ibrahim Mahrous Ibrahim Khedr og Doaa Mohamed Mohamed Eldeib og fjórum börnum þeirra. Egypska fjölskyldan er í felum til að forðast brottvikningu úr landi.

Stoðdeildin óskar nú eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað fjölkyldunnar og biður alla þá sem vita hvar hún er niðurkomin eða vita um ferðir hennar að hafa samband í gegnum netfang sveitarinnar, [email protected].

Til stóð að SR-sveitin myndi fylgja fjölskyldunni úr landi þann 16. september síðastliðinn eftir úrskurð Útlendingastofnunar um frávísun frá Íslandi. Khedr-fjölskyldan var hins vegar ekki á staðnum þegar lögreglan mætti til að fylgja þeim. „Ég bara veit það ekki. Ég er að reyna að komast að því,“ sagði Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, í samtali við Mannlíf aðspurður um afdrif fjölskyldunnar.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undrast framkomu íslenskra stjórnvalda í garð fjölskyldunnar og þá staðreynd að í þessu tilvíki séu fjögur börn eftirlýst. Hún skilur illa að ekki sé hægt að gera betur á friðsælu og auðugu eyjunni Íslandi sem er heimsþekkt fyrir jafnrétti. „En það bar til um þessar mundir að ríkislögreglustjóri lýsti eftir 4 börnum, til að hafa upp á þeim og senda þau úr landi fyrir þær sakir einar að vera eitthvað sem kallað var „ólöglegar manneskjur“. Og öll sem heyrðu undruðust það, er fréttirnar sögðu þeim. Að lýst væri eftir ólöglegum börnum af lögreglunni,“ segir Sólveig Anna í færslu sinni á Facebook. Og hún bætir við: 

Sólveig Anna Jónsdóttir. Mynd / Hallur Karlsson

„Öll sem heyrðu reyndu að ímynda sér hvernig það væri að vera eftirlýst barn, í felum, á flótta. Ólöglegt barn. Og öll sem heyrðu upplifðu skömm og sorg, og geymdu allt þetta í hjarta sér og hugleiddu það. Og öll sem heyrðu sóru þess dýran eið að reyna að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir að börnunum 4 yrði kastað í ruslið. Og öll sem heyrðu hugsuðu um það hvað þau gætu gert til að stoppa skömmina.
Og öll sem heyrðu mundu orðin sem þau lærðu þegar þau sjálf voru lítil börn:
Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -