Laugardagur 27. apríl, 2024
8.8 C
Reykjavik

Metoo byltingin afgreiddi þremenningana: Misbuðu konum og létu sig hverfa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf fékk yfir sig bylgu haturs og hótana í maí síðastliðnum eftir að hafa sagt frá ofbeldisframkomu þjóðþekkts fjölmiðlamanns í garð kvenna. Heiftin var slík að vart er að finna sambærileg viðbrögðí í þjóðfélaginu.

Skipuðust þó fljótt veður í lofti og fljótlega varð ljóst ný #metoo bylgja var farin af stað. Með látum. Það var sem flóðgáttir hefðu opnast, konur stigu unnvörpum fram og voru þjóðþekktir menn nafngreindir vegna kynferðisáreitni eða ofbeldis. Féllu þeir hver af öðrum af stalli sínum

Þóðþekkt og viðkunnaleg samfélagsmiðlastjarna

Upphafið má rekja til 1. maí þessa árs þegar Mannlíf birti grein þar sem fjallað var um frásögn Ólafar Töru Harðardóttur, einkaþjálfara. Sagði hún þar ítarlega frá þjóðþekktum ofbeldismanni sem hefði keypt sér kynlífsþjónustu og gengið í skrokk á konunni. Væri hér um að ræða mann sem kæmi vel fyrir og hefði stóran fylgendahóp á samfélagsmiðlum. Gagnrýndi Ólöf harðlega fjölmiðla fyrir þöggun.

Hafði Mannlíf traustar heimildir fyrir réttmæti frásagnanna svo og nafn viðkomandi einstaklings en kaus að birta það ekki.

Fjöldi kvenna steig fram í kjölfarið og fullyrti að það væri á hvers manns vörum um hvaða mann væri að ræða. Sölva Tryggvason, hinn landsþekkta fjölmiðlamann og ástmögur þjóðarinnar.

- Auglýsing -

Andlegt hrun algjört

Það er ekki hægt að orða það öðruvísi en í kjölfarið hefði allt orðið vitlaust í þjófélaginu. Sölvi steig fram og aftók með öllu að hann væri ofbeldismaður. Þjóðin fylltist einlægri samúð með Sölva, sem hefði orðið fórnarlamb kjaftasagna og ómerkilegrar og óvandaðrar fjölmiðlunar. Steininn tók úr þegar Sölvið tók hlaðvarpsviðtal við sjálfan sig með dyggri aðstoð Sögu Ýrr Jónsdóttur, lögmanns síns.

Grét hann sárt mannorðsmorðið og kvaðst vera í losti. Andlegt hrun hans var algjört. Reglulega þurfti Sölvi að taka sér hlé til að þerra tárin.

- Auglýsing -

Ítrekað kom fram að hér væri um að kenna fréttamiðlinum Mannlífi. Fáum virðist þó hafa dottið í hug að lesa greinina þar sem morgunljóst er að Sölvi var hvergi nafngreindur.

Sláandi og sorglegar sögur

Þjóðin grét með Sölva. Sumir birtu myndir af sér grátandi og sennilega hafa samfélagsmiðlar aldrei logað af sama krafti. Það er ekki hægt að orða það öðruvísi en allt þjóðfélagið hafi farið á hliðina. Stóð starfsfólki Mannlífs hreinlega ekki á sama á tímabili, slík var reiðin. Sama má segja um Ólöfu Töru en áreitið á hana, sem upphafsmanns málsins, var yfirgengilegt.

Þegar sannanir fóru aftur á móti að berast um sök Sölva breyttist viðhorfið. Tvær konur tilkynntu að þær myndu kæra hann fyrir að hafa beitt þær ofbeldi. Önnur staðfesti að vera sú sem fyrsta frétt um málið vísaði til.

Fjöldi fólks steig fram og viðurkenndi að hafa verið fullfljótt til dóma. Aðrir báðu starfsfólk Mannlífs afsökunar. Sölvi lét sig aftur á móti hverfa og fréttist síðast af honum þegar lögfræðingur hans kvaðst hafa ekið honum á geðdeild. Ekkert heyrst frá Sölva síðan. En það sem upp úr stóð var sá gríðarlegi fjöldi kvenna steig fram og lýsti upplifun sinn af kynferðisáreiti og misnotkun af hendi ýmissa aðila.  Sögurnar eru sláandi, sorglegar og átakanlega margar.

 

„Hann reyndi það aftur og aftur“

Sölvi Tryggvason var þó ekki fyrstur manna til að verða fyrir atvinnu og/eða ærumissi í kjölfar ásakana um kynferðislega misnotkun.

„Kvöld eitt í byrjun sumars hitti ég konu á mínu reki á bar í miðbæ Reykjavíkur. Við könnuðumst lítillega við hvort annað, tókum saman tal og í kjölfarið fórum við saman yfir á vinnustað hennar. Þegar þangað var komið héldum við samræðunum áfram. Því miður hafði ég misskilið illilega á hvaða forsendum við vorum stödd þar og nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast. Svar hennar var nei og hún gaf mér skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda mér frá sér. Tekið skal fram að það var algerlega mín ranga ályktun að slíkt væri í boði.“

Svo mörg voru þau orði Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, árið 2018 eftir að  hann var áminntur af trúnaðarnefnd flokksins, eftir að konan sem um er rætt, Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum, kvartaði undan hegðan hans. Fór Ágúst Ólafur í áfengismeðferð eftir að hafa lýst yfir að vera ekki vera stoltur af hegðun sinni og hefði orðið sjálfum sér til háborinnar skammar, eins og hann orðaði það. Bára Huld steig fram í kjölfarið og gaf lítið fyrir yfirlýsingu Ágústs.

„Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tví­vegis heldur ítrek­að. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti, sagði Bára Huld meðal annar í pistli í Kjarnanum. Þegar kom að skoðanakönnun Samfylkingarinnar tveimur árum síðar var ljóst að flokksmenn höfðu hafnað honum og yfirgefur þar með Ágúst Ólafur þingsali.

„Ýmsu ábótavant í minni hegðun“

Ekki var Ágúst Ólafur fyrsti, og örugglega ekki síðasti, stjórnmálamaðurinn til að stíga niður í kjölfar sambærilegra frásagna og ásakana. Þann 11. maí síðastliðin skráði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, langan pistil þar sem hann hann tilkynnti að myndi draga framboð sitt til baka. Erfitt er að lesa út úr pistlinum hvað Kolbeinn er nákvæmlega að játa en segir hann sig hafa komið illa fram við konur í gegnum tíðina og kennir um erfiðleikum sínum við tengslamyndun.

Hvergi kemur fram hvernig þessi framkoma hafi lýst sér, hvort um andlegt eða líkamlegt ofbeldi hafi verið að ræða, né hvað sé yfirleitt verið að vísa í. „Hugsa meira um að verja mig mögulegum skaða en það hvernig ég kem fram. Geri það því illa, kem illa fram. Læt konunum líða eins og þær hafi ekki skipt mig máli, sem er kolrangt. Að þær geri það ekki lengur, sem er líka kolrangt,” skrifar Kolbeinn.

Hann segir í færslunni að hann hafi sína djöfla að draga og ýmislegt óuppgert úr fortíðinni.  „Þegar mér svo barst til eyrna að hegðun mín hefði valdið konu mikilli vanlíðan varð ég fús til að leita mér aðstoðar vegna þessa. Ég vil ekki koma þannig fram að öðru fólki líði illa. Ég vil ekki sýna af mér hegðun sem konur upplifa sem óeðlilega”. Hann segir ennfremur að fagráði VG hafi borist kvartanir vegna hegðunar hans. „Það ferli sem þá fór af stað opnaði augu mín fyrir því að ýmsu hefur verið ábótavant í minni hegðun“. Hann endaði að skrifa að umræða undanfarinna daga hafi orðið til þess að hann ákvða að draga framboð sig hjá VG til baka.

Mikill fjöldi fólks hafði samband við Kolbein á síðunni í kjölfarið og óskaði frekari skýringa. Þær fengust aldrei og Kolbeinn hefur ekki skrifað staf um málið síðan svo vitað sé. Han hefur ennfremur ekki svarað ítrekuðum símtölum Mannlífs.

Landsþekktir menn í vinfengi við fjölmiðlafólk

Það sem ef til vill einkennir ofangreindar frásagnir er hversu keimlíkar þær eru. Í öllum tilfellum leituðu mennirnir í sviðsljósið til að skýra sína hlið málsins og gera lítið úr mannorði þolenda sinna í einhverjum tilfellum. „Það er þeim mjög auðvelt þar sem við búum í litlu samfélagi og miklar líkur á að landsþekktir menn séu í vinfengi við fjölmiðlafólk,” segir Gabríela Bryndís Ernudóttir hjá Líf án ofbeldis í viðtali við Mannlíf þann 6. maí síðastliðinn.

Gabríela, sem ítrekað hefur orðið vitni að slíkri hegðun, segir segir lítið þurfa til að þessir karlmenn fái mikinn stuðning. „Oft gæta þeir þess að fara fyrr fram til að stýra umræðunni. Það má stundum kalla þetta tilfinningaklám, þeir beita tárum og tala mikið um dauðann. Þeir fara alla leið í að stýra tilfinningum lesandans eða hlustandans“.

Ennfremur virðist svo sem gerendurnir virðist í mörgum tilfellum kenna hegðuninni um vanda á borð við áfengisfíkn, kynlífsfíkn eða slælega tilfinningagreind og lofi meðferð við viðkomandi kvilla í kjölfarið.

„Rætnar flökkusögur“

Nýjasta dæmið sem rataði á síður fjölmiðla er frá í gær. Það eru lagðar fram ásakanir á hendur tónlistarmannsins Auðunns Lútherssonar um ítrekað ofbeldi og tilraunir til að fá ólögráða stúlkur til kynferðislegra athafna. Auðunn starfar hjá Þjóðleikhúsinu og mun málið vera þar til skoðunar.

Sögur af meintri hegðun ofbeldishegðun Auðunns í garð kvenna hafa farið sem eldur um sinu á síðum Tvitter undanfarnar vikur. Í gær sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist „ekki hafa áttað sig á að hafa farið yfir mörk” og leitað til fagaðila í kjölfarið.

Hvergi kemur þó fram hverir umræddir fagaðilar eru.

Og tónlistarmaðurinn heldur áfram og segir í yfirlýsingu sinni: „Ég er staðráðinn í að læra meira af þeirri umræðu sem hefur verið í gangi, bæta hegðun mína og koma út úr þessu sem betri maður.” Hann virðist þó draga nokkuð í land síðar í yfirlýsinugnni þar sem hann segir ,,rætnar flökkusögur, sem ekki eigi rök að styðjast” séu á ferli. Pistilinum lýkur með fordæmingu hans á kynbundnu ofbeldi. „Ég skammast mín fyrir að hafa verið blindur á hvernig ég var hluti af vandanum.“

Enn er óljóst hvert framhaldið verið á máli Auðunns og hvort það muni hafa varanleg áhrif á feril hans sem tónlistarmanns.

Uppfært kl. 17:40: Auðunn Lúthersson, betur þekktur undir listamannsnafninu Auður, tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu fyrir Þjóðleikhúsið næsta vetur. Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri staðfesti þær fregnir í samtali við Vísi nú í dag. Sjá nánar á grein Mannlífs.

En ljóst er að konur eru hvergi nærri hættar. Þögguninni hefur verið aflétt.

#Metoo er augljóslega langt frá því að vera lokið.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -