Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Mislingar og bólusetningar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mislingar er veirusjúkdómur og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Mislingaveiran er afar smitandi og berst milli manna með úða frá öndunarfærum (til dæmis hósta og hnerra). Veiran getur lifað og valdið smiti í allt að tvær klukkustundir eftir að hún berst út í andrúmsloftið.

Einkenni mislinga koma fram um 10-12 dögum eftir smit og geta verið mismikil eftir einstaklingum. Þau byrja oft með flensulíkum einkennum, þ.e. hita, nefrennsli, sviða í augum, hósta, bólgnum eitlum og höfuðverk. Á þriðja eða fjórða degi veikindanna koma í flestum tilfellum fram útbrot sem ná yfir allan líkamann og standa í 3-4 daga, eða þar til sjúkdómurinn fer að réna.

Mislingaveiran getur verið hættuleg og jafnvel valdið dauða. Alvarlegir sjúkdómar, eins og eyrna- eða lungnabólga, kviðverkir, uppköst, niðurgangur og einnig heilabólga, geta verið afleiðing mislinga.

Alvarlegar heilaskemmdir af völdum mislinga geta einnig komið fram mörgum mánuðum eftir sýkinguna. Sýklalyf gagnast lítið gegn mislingum þó getur verið nauðsynlegt að meðhöndla sýkingar sem eru afleiðingar af sjálfum sjúkdómnum með sýklalyfjum.

Alvarlegar aukaverkanir bólusetninga eru mjög fátíðar en geta sést hjá um það bil einum af hverjum 500.000-1.000.000 bólusettum. Hugsanlegur skaði af bólusetningu er því margfalt minni en sá skaði sem hlýst af sjúkdómnum sem bólusetningin kemur í veg fyrir.

*Heimild: Landlæknisembættið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -