Þriðjudagur 27. september, 2022
2.7 C
Reykjavik

Mynd dagsins: Risaflóð og hringveginum lokað – Gríðarlegt magn af krapa og íshröngli

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögreglan á Norðurlandi eystra birti rétt í þessu ótrúlega mynd sem sýnir risaflóð í Jökulsá á Fjöllum. Af þessum sökum hefur hringveginum verið lokað.

Í tilkynningu frá lögreglu segir:

Lögreglumenn eru á vettvangi á Mývatnsöræfum, vestan Jökulsár á Fjöllum við Grímsstaði. Jökla hefur flætt yfir veg vestan við brúna og skilið eftir sig gríðarlegt magn af krapa og íshröngli.

Vegurinn er ófær þarna á kafla og er Vegagerðin búin að auglýsa á síðu sinni lokun Hringvegarins frá Kröfluafleggjara í vestri og Vopnafjarðarafleggjara í austri.

Krapahaugur þessi er einna líkastur snjóflóði, um 3ja metra djúpur og nær yfir um 200 m. af veginum. Moksturstæki eru á leiðinni á vettvang úr byggð og mun vinna við mokstur hefjast síðar í kvöld, en ljóst er að opnun mun taka langan tíma og ekki vitað um ástand vegarins undir krapahaugnum.

Áin sjálf virðist samt hafa rutt sig og rennur núna opin og íslaus undir brúna þarna við Grímsstaði á Fjöllum og vatnssöfnun virðist ekki í gangi á svæðinu eins og er. Talið er að krapaflóð þetta hafi hrannast upp um miðjan dag í dag uppúr kl. 15:00. Samkvæmt gögnum Veðurstofunnar virðist gríðarlegur toppur hafa komið í vatnshæð árinnar um miðjan dag í dag og svo snarfallið aftur. Lögreglan á norðurlandi eystra,

- Auglýsing -

Vegagerðin og Veðurstofan munu fylgjast með framgangi mála á vettvangi en óljóst er með opnun Hringvegar eins og fyrr segir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -