2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Nytjamarkaðir að fyllast vegna Marie Kondo?

Tiltektarþættirnir Tydying Up With Marie Kondo njóta mikilla vinsælda víða um heim en Kondo hvetur fólk til að losa sig við það dót sem ekki veitir því gleði.

Netflix-þættir japanska tiltektargúrúsins Marie Kondo, Tydying Up With Marie Kondo (Taktu til með Marie Kondo), hafa notið mikilla vinsælda undanfarið víða um heim. Svo mikilla vinsælda að margt fólk er að losa sig við dót og drasl eins og enginn sé morgundagurinn að sögn nokkurra starfsmanna nytjamarkaða í Bretlandi.

„Ertu að urlast yfir óreiðinu á heimilinu? Þá gæti verið orðið tímabært að grisja og ein besta aðferðin til þess að fara í gegnum dótið og losa sig við það sem veitir þér enga gleði.“ Þannig hljómar í stuttu máli heimspeki Marie Kondo.

Marie Kondo hefur gefið út fjórar bækur um tiltekt og skipulag.

Í frétt BBC kemur fram að margir nytjamarkaðir í Bretlandi hafa verið að fyllast í janúarmánuði. „Við sjáum venjulega aukningu á framlögum í janúar, en þetta árið hefur þetta verið ótrúlegt,“ segir Sue Ryder sem rekur nytjamarkað í Camden í Lundúnum.

AUGLÝSING


Að hennar sögn hafa um 30 stórir pokar verið að skila sér á nytjamarkaðinn á dag. Það er helmingi meira en búist var við að sögn Ryder. Hún vill meina að þetta séu afleiðingar þess að speki Kondo nýtur mikilla vinsælda núna.

Hvað með Íslendinga?

Gæti verið einhver tenging við þessa tiltektarþætti.

Hvað með nytjamarkaði á Íslandi? Starfsmaður Nytjamarkaðar ABC barnahjálpar segir janúarmánuð hafa verið annasaman og að mjög margt fólk sé augljóslega að taka til á heimilinu þessa stundina. Það er þó ómögulegt að segja til um hvort tiltektarþættir Marie Kondo hafi eitthvað með málið að gera.

„Það er allt alveg stútfullt hjá okkur og það gæti verið einhver tenging við þessa tiltektarþætti. En að vísu er fólk líka að versla mikið hjá okkur og fólk vill kaupa notað í staðin fyrir nýtt. Þar koma umhverfissjónarmiðin inn í,“ segir starfsmaður nytjamarkaðar ABC.

Starfsmaður nytjamarkaðar Hertex í Garðastræti hafði einnig svipaða sögu að segja en tók fram að erfitt væri að segja til um hvort þættir Marie Kondo væru að ýta undir tiltektardugnað landsmanna.

Sjá einnig: Misbýður boðskapur Marie Kondo

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is