Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Nýtt myndskeið sýnir hrottaleg áflog fyrir utan Borgarholtsskóla: „Það fóru margir blóðugir út“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sex nemendur voru fyrr í dag fluttir á spítala eftir hnífaárás í Borgarholtsskóla í hádeginu í dag. Nemendurnir eru ekki alvarlega særðir. Ársæll Guðmundsson, skólameistari, sagði í samtali við RÚV:

„Við erum öll bara í áfalli. Ég veit ekkert um ástandið, ég held hins vegar að enginn sé alvarlega slasaður.“

Sérsveitarmenn mættu á vettvang og var árásarmaðurinn fluttur út, blóðugur á höfði. Eitt vitna sagði í samtali við DV að árásin hefði átt sér stað við stigahús skólans á annarri hæð.

Það sem ég sá þarna gerast var að það voru á bilinu fjórir til sex einstaklingar að slást af býsna mikilli hörku. Slagsmálin fóru mest fram á ganginum en líka inni á klósettunum. Fyrst virkaði þetta eins og venjulegur menntaskólaslagur og voru kennarar byrjaðir að stoppa þetta, en svo birtist maður með hafnaboltakylfu og byrjar að dúndra í alla í kringum sig.“ Þá bætti vitnið við:

„Það fóru margir blóðugir út úr skólanum.“

Lögregla kom á vettvang nokkrum mínútum síðar og rak kennara og nemendur inn í skólastofu.

Þá segir annar sjónarvottur í samtali við DV að kaffæringar hafi átt á sér stað inn á salerni. Vitni lýsir atburðarásinni eftir það en ekki leið á löngu þar til ungur maður mætti með hafnaboltakylfu og hníf.

- Auglýsing -

Þá segir vitnir að pilturinn sem vopnaður var hafnaboltakylfu hafi átt í bardaga fyrir utan skólann við dreng sem vopnaður var hníf en lögregla hafi stöðvað þau átök.

Þá birti DV nýtt myndskeið nú fyrir stuttu þar sem sjá má slagsmálin fyrir utan skólann. Þau áttu sér stað áður en hafnaboltakylfan var dregin á loft.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -