Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Oddviti Framsóknar tekur Miðflokksmann í bakaríið: „Ef einhverjum finnst ég hálfviti“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknar og forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, skýtur föstum skotum á Þröst Jónsson, bæjarfulltrúa Miðflokksins í héraðinu, á Facebook. Þröstur hefur vakið athygli nýlega fyrir samsæriskenningar um COVID og sérkennilegar hugmyndir svo sem að bænahringur í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum.

Þröstur deilir í gær ýmsum kenningum í tengslum við COVID. Færslan líkist helst dulmáli þar sem næstum allt sem hann nefnir er bannað á Facebook og þarf hann því að tala í kringum það. 

„ÞURFUM VIÐ AÐ VAKNA ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR OF SEINT? Fésbók er mjög ílla við að ég pósti þessum link frá hinum virtu samtökum America Front Line Doctors, og hótar mér öllu íllu geri ég það. Til að snúa á þá bætti ég „XX“ fremst í slóðina sem þið getið tekið út til að sjá fyrirlestur baráttulæknisins Simone Gold,” segir Þröstur og heldur áfram:

„Öllum sem er annt um líf og heilsu sína sem og þjóðarinnar í heild ættu að horfa á þennan fyrirlestur til enda. Síðan getur hver og einn lagt mat á hvað er að gerast og hvor hann/hún ætli að láta sprauta sig með mRNA grudvölluðu bóluefni. Hér talar vel reyndur amerískur læknir fyrir hönd margra sem berjast fyrir mig og þig við litla hrifningu „big-brother fact check“. Í mínum huga er það allveg klárt að einhver öfl í okkar vestræna heimi koma í veg fyrir að við getum sótt okkur einfalda heilbrigðisþjónustu við sjúkdóm þeim sem stafar af ákveðnum vírus (varast að nefna hann því þá tekur Fésbók af mér súrefnið).”

Þröstur hrósar svo þessum lyfjum sem má ekki segja frá. „Bæði lyfin I-v-e-r-m-e-c-t-i-n og áður H-y-d-r-o-x-i-c-l-o-r-i-n eru mjög áhrifarík í baráttunni við sjúkdóminn. Bæði lyfin eru ódýr vel reynd og mikið notuð tam. í Afríku. Fölsk gögn voru notuð til að rífa H-y-d-r-o-x-i-c-l-o-r-i-n niður sem síðar voru dregin til baka, en þá var skaðinn skeður (kemur fram í fyrirlestrinum). Mun það sama gerast með I-v-e-r-m-e-c-t-i-n-? Á sama tíma á að sprauta okkur öll með bóluefnum á tilraunastigi (þau sem eru byggð á mRNA tækninni). Langtímaáhrif ókunn: -Hugsanlegt banvænt bráðaofnæmi síðar á lífsleiðinni -Hugsanlegt frjósemisvandamál hjá konum. – ofl.”

Að lokum segir hann að fólk verði eiga það við sig sjálft ef viðkomandi finnst hann hálfviti. „Ef einhverjum finnst ég hálviti og/eða vill grípa þessa færslu, skrumskæla hana og setja hana í fjölmiðla undir fyrirsögninni „Sveitastjórnarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi bla bla“, þá verður sá hinn sami að eiga það við sína samvisku. Ég mun halda áfram að berjast fyrir sannleikanum og réttlætinu. Guð blessi ykkur öll.”

- Auglýsing -

Þessu svarar  Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar í Múlaþing, og afgreiðir í nokkuð stuttu máli: „Þessi „virtu“ samtök sem þú talar um voru stofnuð í fyrra og forsprakki þeirra hefur verið ákærð fyrir þátttöku í atlögunni að þinghúsinu í Washington. Við leggjum greinilega ólíkan skilning í hugtakið virðingu.”

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -