• Orðrómur

Öfga-konur safna saman bestu hrútskýringunum: „Hafið þið lent í einhverjum?“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Stelpurnar í Öfgum hafa mikið látið að sér kveða upp á síðkastið og nú hafa þær í huga að gera Tik Tok myndbönd sem fjalla um svo kallaðar hrútskýringar. Hrútskýring er það þegar að karlmaður útskýrir eitthvað fyrir konu/konum á mjög svo sérstakan hátt, líkt og konan/konurnar viti ekki neitt í sinn haus og þurfi útskýringu karlmanns eða hans ráðleggingar. í stöðuuppfærslu á Twitter reikningi Öfga óska þær eftir hrútskýringum frá fylgjendum sínum til þess að nota í verkefnið sem eins og áður sagði mun birtast á Tik Tok reikningi þeirra.

Stelpurnar í Öfgum. Mynd: Instagram

Við í Öfgum ætlum að gera nokkur TikTok myndbönd um uppáhalds hrútskýringarnar (mansplain) okkar. Hafið þið lent í einhverjum sem þið viljið leyfa okkur að nota? Getið sett í ummæli hér undir eða sent skilaboð! Lessgoooo, segir í stöðuuppfærslu þeirra.

- Auglýsing -

Gunnur kemur með hrútskýringu í tengslum við kraftlyftingar sem hún leggur stund á:Ég æfi kraftlyftingar. Nær undantekningarlaust, berist það í tal, vilja random karlar fræða mig um rétta mataræðið. Ég er btw 46 ára og kann að borða. Og þeir vita lítið um „rétt“ mataræði“. Hún átti aðra í pokahorninu:Þegar ég gekk með fyrra barn sagði random karl í partýi mér allt sem ég vildi ekki vita um fæðingar. Því systir hans hafði fætt barn“.

Tinna tjáir sig líka um sína reynslu af hrútskýringum:Vinur minn í kommentakerfinu á viðtali við mig um ófrjósemisaðgerðina mína (valið barnleysi) sem sagði mér frá koparlykkjunni (því ég talaði m.a. um að vilja ekki vera á hormónavörnum). Nei, rando, ég hef án efa ekki kynnt mér neitt um mín options og rætt það við sérfræðilækni“. Hrund kannast við það sama og Tinna og segir: Omg same! Fór 2014 og fólk hafði voðalegar áhyggjur um hvað karlinum mínum þætti um þetta. Eigum 2 börn og ég ætla ekki að ganga með fleiri. My fokking body!“.

Heiða segir: Þegar ég segist vera með menntun í næringarfræði þá er mér iðulega sagt hvað sé holt og ekki. Eins og þetta 5 ára háskólanám sé bara fokið“.

- Auglýsing -

Jóhanna talar um karlmenn sem starfa í byggingavöruverslunum: „Næstum allir kk. sem starfa í byggingavöruverslunum gera ráð fyrir að ég viti ekkert (hef meira og minna verið að gera upp hús í tíu ár) og beina alltaf orðum sínum að manninum mínum þó hann ítrekað reyni að segja þeim að tala við mig. Finnst þeir yngri oftar fatta“.

Mars segir frá hrútskýringum í tengslum við námið sitt: Ég er í háskólanámi í stjarneðlisfræði og það kemur ítrekað fyrir þegar það kemur til máls að (oftast miðaldra sís kk. fólk) fari að útskýra fyrir mér hinar og þessar hliðar námsins. Eins og hvernig norðurljósin virki. Eða hvernig tungllendingin var í alvöru fake“.

Iðunn segir frá sinni reynslu: Nokkrum sinnum verið spurð í sérvöruverslunum „hvað ég sé að föndra“ Heyrðu vinur ég er að „föndra“ lækningatæki sem mælir svefn og er notað á spítölum og stofnunum um allan heim með þessu lími/málningu/gúmmíi whatever ég er að kaupa“.

- Auglýsing -

Lea segir frá hrútskýringu í röð í Húsasmiðjunni: Við mamma á kassa í Húsasmiðjunni að borga og maðurinn að afgreiða spyr hvort við viljum kvittun. Nýbúnar að segja já þegar maðurinn fyrir aftan okkur í röðinni byrjar að útskýra hversu mikilvægt það er að taka kvittun ef þú villt skipta eða skila seinna. Við brostum bara og fórum“.

 

Mynd sem einn af fylgjendum Öfga bjó til fyrir þær. Mynd: Twitter

Þetta er einungis brot af þeim hrútskýringum sem konur segja frá undir stöðuuppfærslu Öfga en hér má sjá hana í heild sinni.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -